Skil fjármagnstekjuskatts vegna höfundarréttargreiðslna
Uppfærsla á skilakerfi fjármagnstekjuskatts hefur verið sett í prófunarumhverfi. Bætt hefur verið við einni tegund fjármagnstekjuskatts: Höfundarréttindi.
Þessi tegund getur haft fjórar undirtegundir:
Ritverk
Tónverk
Kvikmyndir
Annað/ótilgreint
Þau hugbúnaðarhús sem eru að þróa skil fjármagnstekjuskatts á móti vefþjónustum þurfa að hafa samband við Skattinn vegna veflykla og kerfisheita: fridjon.bjarnason@rsk.is
Lýsingar á skilum fjármagnstekjuskatts verða uppfærðar áður en þessi uppfærsla fer í rekstur.