Uppfærsla á gagnaskilakerfi Skattsins

25.9.2020

Vefþjónusta gagnaskila hefur verið uppfærð í prófunarumhverfi Skattsins. Í stað núverandi þjónustu hefur verið gerð ný þjónusta sem notar WCF (Windows Communication Foundation). Gert er ráð fyrir að þjónustan fari í rekstur í október og að eldri þjónusta verði lögð niður 1. desember 2020. Áður en gagnaskil ársins 2021 fara í gang verða allir notendur þjónustunnar að vera búnir að uppfæra þau kerfi sem nota gagnaskilin í vefþjónustu. Vistfang (url) nýju þjónustunnar í prófun er https://vefurp.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc

Ekki var komist hjá því að gera smávægilegar breytingar á kalli í vefþjónustuna en hér er dæmi um kall í hana:

string address = "https://vefurp.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc"

using (Gagnaskil.GagnaskilServiceClient gs = new Gagnaskil.GagnaskilServiceClient("BasicHttpBinding_IGagnaskilService", address))

{

XmlDocument xmlDoc.Load(FileLoc);

Gagnaskil.StadfestaKlasi svar = new SendaXML.Gagnaskil.StadfestaKlasi();

svar = gs.Senda(xmlDoc.DocumentElement);

// Hér á eftir er athugað hvort sendingin hafi tekist og villu- og athugasemdalisti birtur

}

Tengiliður vegna þessa verkefnis er fridjon.bjarnason@rsk.is


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum