Staðgreiðsla

23.12.2011

Vegna fyrirspurna um fjársýsluskatt sem tekur gildi 1. janúar 2012 þykir rétt að upplýsa þá sem málið varðar um fyrstu drög að breytingum á vefþjónustu staðgreiðslu:
Í kaflann Launamenn verður bætt við valkvæmu svæði: StofnTilFjarsysluskatts.
Í kaflann Skilagrein verður bætt við tveim valkvæmum svæðum: HeildStofnTilFjarsysluskatts og Fjarsysluskattur.
Vonast er til að testumhverfi verði tilbúið fyrir lok janúar en að lýsingar verði tilbúnar eitthvað fyrr.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum