Ný vefþjónusta fyrir staðgreiðslu er komin í rekstur

Ný vefþjónusta fyrir staðgreiðslu er komin í rekstur

9.12.2016

Ný vefþjónusta fyrir staðgreiðslu hefur verið sett í rekstur. Við skil á staðgreiðslu í nýju þjónustunni þarf að tilgreina nýttan persónuafslátt og skiptingu staðgreiðsluskyldra tekna í skattþrep. Auk þess þarf nú að tilgreina tölvupóstfang tengiliðs launagreiðanda. Lýsing á vefþjónustunni hefur verið uppfærð og þar má finna skilgreiningar og reglur sem gilda um nýju svæðin. https://www.rsk.is/fagadilar/hugbunadarhus/stadgreidsla-vefthjonusta/

Hægt verður að nota eldri vefþjónustu til að skila staðgreiðslu fyrir árið 2016 en eftir það skal nota nýju vefþjónustuna.

Nýja vefþjónustan tekur við staðgreiðslu ársins 2017 og síðar. Hana má einnig nota við skil ársins 2016. Þeir aðilar sem geta skilað staðgreiðslu eldri ára geta notað nýju vefþjónustuna.

Slóðin á nýju vefþjónustuna í raun er https://vefur.rsk.is/ws/Stadgreidsla/StadgreidslaService.svc


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum