Um vefþjónustu fyrir skil á fjármagnstekjuskatti

7.11.2013


Gerðar hafa verið nokkrar minni háttar breytingar sem tengjast vefþjónustunni:

  • Sniði (schema) FtsSkilagreinSvar hefur verið breytt, ósamræmi var á milli þess sem vefþjónustan skilar og sniðinu.
  • Bætt hefur verið við tveim undirtegundunum, Hlutabréfasjóður og Skuldabréf í snið (schema) FtsSkilagrein. Þessar undirtegundir tilheyra tegundinni Vextir.
  • Dæmi um skilagrein hefur verið lagfært, það var ekki rétt.
  • Endurbættar hafa verið leiðbeiningar um tölvupóstfang. Borið hefur á því að notað hefur verið tölvupóstfang það sem er í dæmi um skilagrein en nota skal tölvupóstfang sendanda.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum