Skil framtalsgagna 2019

17.12.2018


Tengliður vegna framtalsgagna er Steinunn Jónasdóttir, sími 442 1237, tölvupóstur steinunn.jonasdottir@rsk.is

Fjármagnstekjuskattur
Bætt hefur verið inn 20% skattþrepi fjármagnstekjuskatts vegna fyrri ára.

Fasteignalán
Tveimur nýjum svæðum hefur verið bætt í kafla Fasteignalan, Lansnumer og LansnumerFyrra. Svæði Lansnumer skal innihalda númer fasteignaláns og er notað til að ákvarða þann kafla í framtali sem lánið á að fara í út frá framtali fyrra árs. Ef lánsnúmer hefur breyst á milli ára skal svæði LansnumerFyrra innihalda lánsnúmer fyrra árs. Svæðið UpprunaAudkenniFyrra er ekki notað lengur og skal sleppa því eða hafa það tómt. Sleppa má svæðunum Banki, Hb, LanNumer.

Skuldir og vaxtagjöld
Nýju svæði hefur verið bætt í kafla SkuldirOgVaxtagjold, Lansnumer. Svæðið skal innihalda númer láns. Sleppa má svæðunum Banki, Hb, LanNumer.

Uppruna auðkenni
Frá framtalsári 2019 verður uppruna auðkenni að vera einkvæmt. Þeim sendingum sem ekki uppfylla þessa kröfu verður hafnað.

Mælt er með því að notað sé GUID (Globally Unique Identifier).



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum