Nýir reitir í gagnaskilum 2024

14.12.2023

Einn nýr reitur er í skilum launaupplýsinga (launamiða) 2024, vegna tekna 2023. Reitur 149, Frádráttur á móti náms, rannsóknar- og vísindastyrk. Reiturinn er eingöngu opinn þeim sem hafa sótt sérstaklega um að skila þessum upplýsingum til Skattsins. 

Fjárhæðin í launamiðareit 149 er árituð á framtal á móti launamiðareit 009, Styrkir til náms, rannsóknar- og vísindastarfa. Fjárhæð í reit 149 má ekki vera hærri en fjárhæð í reit 009.

Reitur 145 er nýr á lífeyrissjóðsmiða, lífeyrisgreiðslur úr sérstökum séreignarsjóðum. Eingöngu lífeyrissjóðir skila þessum miða. Þessi reitur er vegna lífeyrisgreiðslu (útborgunar séreignar) úr séreignarsjóði sem ekki er myndaður með hefðbundnu leiðinni (4% og 2%), t.d. sem myndast hefur af „tilgreindri séreign“ eða séreignin hefur myndast af hluta almenns framlags (15,5%) í sjóðinn.

Á stofnsjóðsmiða hefur verið bætt við reit 14, staðgreiðsla af arði af stofnsjóðseign. Skilyrði er að fjárhæð í reit 14 sé ekki hærri en 22% af reit 13, Greiddur arður af viðskiptum.

Skemalýsingar

Launamiði

Reitur Heiti reits XML heiti Kafli/reitur á framtali 
149 Frádráttur á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrk Fradrattur_Styrkur Færist í reit 149 í kafla 2.6 á framtali 

Stofnsjóðsmiði

 ReiturHeiti reits XML heiti Kafli/reitur á framtali 
 14Staðgreiðsla af arði af stofnsjóðseign Stagr_stofnsjodseign Kafli 3.3 

Lífeyrissjóðamiði

Reitur Heiti reits XML heiti Kafli/reitur á framtali 
 145Lífeyrisgreiðslur úr sérstökum séreignarsjóðum Lifeyrisgr_SerstSereign Kafli 2.3, reitur 145 



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum