CRS og FATCA - Viðbætur

22.5.2018

CRS og FATCA skilgreiningar hafa verið fjarlægðar úr sniði Framtalsgogn. Þeir aðilar sem þurfa að skila viðbótarupplýsingum eða leiðréttingum vegna tekjuárs 2016 og fyrr þurfa að gera það í samráði við ríkisskattstjóra, fridjon.bjarnason@rsk.is.

Tveim undirköflum hefur verið bætt í snið FatcaV20, Sponsor og Intermediary.  Gerðar hafa verið leiðbeiningar um skil á þessum köflum. Þessir kaflar eru ekki notaðir við CRS skil.

Í kaflann Account í FATCA leiðbeiningunum hefur verið bætt við málsgrein sem segir frá frekari takmörkun á leyfilegum gildum í svæðinu DocRefId. Mælst er til þess að sömu reglur verði notaðar við CRS skil.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum