Sundurliðun fjármagnstekjuskatts

Sundurliðun fjármagnstekjuskatts

18.4.2013

Búið er að skilgreina XML snið (schema) sem notuð verða við rafræn skil á fjármagnstekjuskatti ásamt megindráttum vinnsluferlisins. Þó að allt kapp sé lagt á að opna testútgáfu af kerfinu sem fyrst má gera ráð fyrir að hún verði ekki tilbúin fyrr eftir nokkrar vikur. Lögð er áhersla á að hugbúnaðarhús og hugbúnaðardeildir fjármálafyrirtækja hefji sem fyrst undirbúning að þessu breytta fyrirkomulagi skila á fjármagnstekjuskatti. Gerð er krafa um sundurliðun vegna skila fyrir apríl til maí sem hefur eindaga 5. ágúst. Ekki verður hægt að skila fjármagnstekjuskatti án þess að sundurliðun fylgi.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum