Uppfærsla á skilakerfi fjármagnstekjuskatts er komin í rekstur

14.4.2021

Skilakerfi fjármagnstekjuskatts í vefþjónustu hefur verið flutt í rekstur. Vakinn er athygli á að slóðinni á vefþjónustuna hefur verið breytt og er núna: https://vefur.rsk.is/ws/stadgreidslafts/skilagrein.svc

Aðrar breytingar sem hafa verið gerðar snúa að skilum vörsluaðila á staðgreiðslu af arði og hafa ekki áhrif á aðra skilaskylda aðila.

Eingöngu fyrir vörsluaðila skráðra hlutabréfa:

Vakin er athygli á að eftir þessa breytingu er gerð krafa um að kennitala hlutafélags (útgefanda) sé tilgreind við skil á staðgreiðslu af arði. Venjulega er undirtegund Hlutabréf tilgreind við skil staðgreiðslu af arði en ef verið er að skila staðgreiðslu af arði fyrir erlent hlutafélag sem ekki er með íslenska kennitölu skal tilgreina undirtegund Erlent félag hlutafé.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum