Skil fjármagnstekjuskatts af arði

23.2.2021

Frá árinu 2021 er gerð krafa um að skráðir vörsluaðilar hlutabréfa tilgreini kennitölu hlutafélags við skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts af arðgreiðslum (íslenskir aðilar). Eins er gerð krafa um að vörsluaðilar tilgreini kennitölu hlutafélags við skil á upplýsingum um arð aðila sem bera takmarkaða skattskyldu á Íslandi (erlendir aðilar). Skilagreinum sem ekki hafa kennitölu hlutafélags með skilum arðs frá vörsluaðilum verður hafnað. Aðrir aðilar mega tilgreina kennitölu hlutafélags en þurfa þess ekki.

Skilakerfi takmarkaðrar skattskyldu hefur verið uppfært ásamt tæknilýsingu. Kennitala hlutafélags skal vera tilgreind í staki KtHlutafelags.

Skilakerfi fjármagnstekjuskatts verður uppfært í mars en þar verður bætt við tveim kennitölusvæðum:

KennitalaUtgefanda
KennitalaVorsluaðila

Vörsluaðilar skulu tilgreina kennitölu hlutafélags í svæðið KennitalaUtgefanda. Svæðið KennitalaVorsluaðila skal einingis notað af verðbréfamiðstöð og skulu vörsluaðilar skulu sleppa því.

Athugið að við skil á arði af hlutabréfum skal tilgreina allan arð hvort sem viðtakandi er skattskyldur eða undanþeginn skattskyldu.

Undirkafli Fjarmagnstekjur mun líta svona út eftir uppfærslu:

<xs:element name="Fjarmagnstekjur">
<xs:complexType>
<xs:sequence>
<xs:element name="UpprunaAudkenni" type="TegString_1_30"/>
<xs:element name="Tegund" type="TegTegund"/>
<xs:element name="Undirtegund" type="TegUndirtegund"/>
<xs:element name="Skattprosenta" type="TegSkattprosenta" minOccurs="0"/>
<xs:element name="Tekjur" type="TegUpphaedHeil"/>
<xs:element name="Stadgreidsla" type="TegUpphaedHeil"/>
<xs:element name="KennitalaUtgefanda" type="TegKennitala" minOccurs="0"/>
<xs:element name="KennitalaVorsluaðila" type="TegKennitala" minOccurs="0"/>
</xs:sequence>
</xs:complexType>
</xs:element>


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum