Staðgreiðsla: Ný vefþjónusta frá janúar 2017

Staðgreiðsla: Ný vefþjónusta frá janúar 2017

27.9.2016

Ný vefþjónusta fyrir skil á staðgreiðslu verður tekin í notkun frá og með skilum fyrir árið 2017. Ekki verður mögulegt að nota núverandi vefþjónustu fyrir skil frá sama tíma. Nýja vefþjónusta leyfir ekki þau kerfisheiti sem hafa verið notuð fram til þessa svo gefa þarf út ný fyrir þau kerfi sem munu nota nýju þjónustuna.

Sækja skal um ný kerfisheiti með tölvupósti hjá fridjon.bjarnason@rsk.is sem verður jafnframt tengiliður þessa verkefnis hjá ríkisskattstjóra.

Leiðbeiningar fyrir vefþjónustuna hafa verið uppfærðar og eru aðgengilega á vef ríkisskattstjóra https://www.rsk.is/fagadilar/hugbunadarhus/stadgreidsla-vefthjonusta/

Hægt er að nota núverandi vefþjónustu við skil ársins 2016.

Prófunarþjónustan er tilbúin og tilkynnt verður í breytingasögu þegar hún fer í rekstur.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum