FATCA og CRS skil 2017

FATCA og CRS skil 2017

28.3.2017

Settar hafa verið upp nýjar leiðbeiningar fyrir FATCA og CRS skil.

 

Í kaflann Vidskiptastofnun er komið nýtt svæði, TegundSendanda sem verður að tilgreina fyrir FATCA og CRS.  Þegar um er að ræða FATCA sendingu skal setja kóða fyrir tegundina eða gildið CRS ef um er að ræða CRS. Þessu svæði má sleppa þegar skilað er reglulegum upplýsingum fyrir áritun á skattframtöl og fleira.

 

FATCA og CRS skil hafa verið aðgreind frá öðrum skilum með kaflanum FatcaCrs sem undirkafli kaflans Vidskiptastofnun. Undir honum eru tveir undirkaflar, Adili og Reikningur. Undirkaflinn Greidsla er svo undirkafli kaflans Reikningur.

 

Þá eru til ítarlegar leiðbeiningar og tæknilýsing fyrir FATCA og CRS á rsk.is. 



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum