Framtalsgögn 2014

28.1.2014

Engar breytingar hafa verið gerðar frá fyrra ári fyrir utan að ISIN númeri hefur verið bætt við verðbréfakaflana. Æskilegt er að því sé skilað en það er valkvæmt þannig að það hægt er að sleppa því. Nýjum kafla, Breytingar og ábendingar vegna framtals 2014, hefur verið bætt við. Þar eru helstu breytingar tíundaðar.
Rétt er að taka fram að óskað er eftir upplýsingum um einstaklinga, lögaðila auk erlendra aðila. Erlendir aðilar sem ekki hafa íslenska kennitölu skulu einnig vera með í skilunum. Undirkaflinn ErlendurAdili í kaflanum Vidskiptamadur tekur á þessu. Ef upplýsingar um kennitölu í heimalandi (TIN númer) liggja fyrir er áríðandi að hafa hana með.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum