Gagnaskilakerfi Skattsins uppfært

20.10.2020

Uppfærð vefþjónusta Gagnaskilakerfis Skattsins hefur verið flutt í rekstur. Slóðin á hana er https://vefur.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc

Frá 1. desember 2020 verður einungis hægt að nota nýju þjónustuna og ekki verður hægt að skila upplýsingum tekjuárs 2020, né heldur fyrri ára nema í gegnum hana. Önnur skil breytast ekki í tengslum við þessa uppfærslu, til dæmis verða staðgreiðsla og virðisaukaskattur óbreytt. Þessi uppfærsla á einungis við bein skil úr launa- og bókhaldskerfum með vefþjónustu en skráning upplýsinga á vef Skattsins (rsk.is) og innlestur XML skjala er óbreytt. Lýsing á Gagnaskilakerfinu hefur verið uppfærð en högun skjala (XML) í skilum er óbreytt. Lýsingu á Gagnaskilakerfinu má finna á vef Skattsins https://www.rsk.is/fagadilar/hugbunadarhus/gagnaskil-vefthjonusta/


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum