Tekjuskattur og útsvar
Almennt
Á skattskyldar tekjur einstaklinga utan rekstrar, aðrar en fjármagnstekjur, er annars vegar lagður á tekjuskattur til ríkisins samkvæmt lögum þar um og hins vegar útsvar til þess sveitarfélags sem maður er búsettur í.
Skyldu til að greiða tekjuskatt og útsvar bera allir þeir sem afla tekna á Íslandi. Þeir sem búsettir eru hér á landi bera fulla skattskyldu af tekjum sínum, en þeir sem búsettir eru erlendis og hafa héðan tekjur bera takmarkaða skattskyldu sem nær eingöngu til tekna sem þeir afla hér.
Tekjuskattur og útsvar er lagt á tekjuskattsstofn sem ákvarðaður er samkvæmt skattframtali, þ.e. tekjur að teknu tilliti til heimils frádráttar. Á því ári sem tekna er aflað er innheimt staðgreiðsla opinberra gjalda sem er bráðabirgðagreiðsla upp í álagninguna samkvæmt skattframtali. Álagning og uppgjör tekjuskatts og útsvars fer fram í lok maí ár hvert.
Frá reiknuðum tekjuskatti, og eftir atvikum útsvari, er dreginn persónuafsláttur.
Upplýsingar um hlutföll og fjárhæðir í staðgreiðslu
Ítarefni
Hvar finn ég reglurnar?
Tekjuskattsstofn hjóna og barna - 62. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt
Tekjuskattsstofn manna - 61. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt
Tekjuskattsútreikningur - 66. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt
Útsvar – lög nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga