Yfirlýsing frá Verðbréfaeftirliti Evrópu um reikningshaldslega meðhöndlun á tilslökunum leigusala vegna kórónuveirufaraldurins

21.7.2020

Alþjóðlega reikningsskilaráðið (IASB) birti í maí síðastliðnum breytingu á staðlinum IFRS 16: Leigusamningar, um tilslakana frá leigusölum vegna COVID-19. IASB tók fram að breytingin myndi gildi frá og með 1. júní 2020. Breytingin hefur ekki verið lögfest á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) af hálfu Evrópusambandsins eða verið samþykkt af EFTA.

Verðbréfaeftirlit Evrópu (ESMA) mælir með samræmdri framkvæmd í eftirlitsaðila á EES varðandi framsetningu og skýringar um tilslakanir frá leigusölum vegna kórónuveirufaraldursins (COVID-19). ESMA hefur í því skyni birt meðfylgjandi yfirlýsingu um að eftirlitsaðila taki tillit til ákvæðisins, að því tilskyldu að birtar séu fullnægjandi upplýsingar í reikningsskilum félags sem beitir framangreindu ákvæði. Þetta er gert með þeim fyrirvara að Evrópuþingið og ráðið muni síðar samþykkja umrædda breytingu á staðlinum IFRS 16.

Ársreikningaskrá mun fara eftir tilmælum ESMA við eftirlit með hálfsárs uppgjöri útgefenda á verðbréfamarkaði og reikningsskilum félaga sem beita stöðlunum vegna reikningsársins 2020.

Yfirlýsing ESMA .


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum