Ákvarðanir eftirlitsaðila á Evrópska efnahagssvæðinu

17.7.2020

Verðbréfaeftirlit Evrópu (ESMA) hefur birt úrdrátt nr. 24 sem inniheldur ákvarðanir eftirlitsaðila á Evrópska efnahagssvæðinu (EECS – European Enforcers Coordination Sessions) varðandi reikningsskil félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IAS/IFRS). Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra hvetur þá aðila sem koma að gerð eða endurskoðun reikningsskila sem gerð eru í samræmi við IAS/IFRS til að kynna sér úrskurði EECS.

EECS er samráðsvettvangur þar sem eftirlitsaðilar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) koma saman til að skiptast á sjónarmiðum og ræða reynslu af eftirliti með reikningsskilum félaga sem beita IAS/IFRS við gerð reikningsskila sinna. Markmið EECS er að tryggja samræmda framkvæmd í eftirliti á EES og þannig tryggja að markmið tilskipunar 2004/109/EC um gegnsæi nái fram að ganga.

Eldri úrdrætti úr ákvörðunum eftirlitsaðila er að finna á heimasíðu ESMA, www.esma.europa.eu. Meðfylgjandi er úrdráttur nr. 24 og yfirlit yfir alla úrdrætti sem birtir hafa verið á vef ESMA.


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum