Áhersluatriði ESMA vegna eftirlits með reikningsskilum 2013

11.11.2013

Þann 11. nóvember 2013 birti European Securities and Market Authority (ESMA) fréttatilkynningu og upplýsingar um sameiginleg áhersluatriði í eftirliti vegna reikningsársins 2013 með reikningsskilum félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). 

Eftirlit ársreikningaskrár vegna reikningsársins 2013 mun sérstaklega beinast að;

  • Virðisrýrnun annarra eigna en fjáreigna (e. non-financial assets)
  • Mat og upplýsingar vegna réttinda eftir starfslok (e. post-employment benefits obligations)
  • Gangvirðismælingar og tengd upplýsingagjöf
  • Upplýsingar tengdar mikilvægum reikningsskilaaðferðum og mati stjórnenda
  • Mat á fjármálagjörningum og upplýsingar um áhættu tengdum þeim, sér í lagi vegna fjármálafyrirtækja

Ársreikningaskrá hvetur þá aðila sem beita IFRS við gerð og framsetningu reikningsskila sinna að kynna sér áherslur eftirlitsaðila vegna reikningsársins 2013 en fréttatilkynningu og yfirlýsingu um framangreind atriði er að finna á heimasíðu ESMA undir liðnum "Investment and Reporting".


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum