Reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 301/2013
Hinn 23. október 2013 tóku gildi breytingar á fimm alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 301/2013 varðar eftirtalda reikningsskilastaðla:
- IFRS 1 um innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla
- IAS 1 um framsetningu reikningsskila
- IAS 16 um varanlega rekstrarfjármuni
- IAS 32 um fjármálagerninga: framsetning
- IAS 34 um árshlutareikningsskil
Ársreikningaskrá hvetur þá sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) við gerð og framsetningu reikningsskila sinna að kynna sér reglugerð iðnaðar- og viðskiptaráðherra nr. 943/2013, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 301/2013 og breytingar á stöðlunum IFRS 1, IAS 1, IAS 16, IAS 32 og IAS 34.