Áhersluatriði í eftirlit með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS)
Eftirlit ársreikningaskrár með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) við gerð reikningsskila sinna mun í samráði við Verðbréfaeftirlit Evrópu (European Securities and Markets Authority) beinast að eftirfarandi þáttum:
- Innleiðingu á staðlinum IFRS 15: Tekjur af samningum við viðskiptavini.
- Innleiðingu á staðlinum IFRS 9: Fjármálagerningar.
- Upplýsingar um vænt áhrif af innleiðingu staðalsins IFRS 16: Leigusamningar.
Til viðbótar við almenn áhersluatriði í eftirliti ársins mun verða lögð áhersla á upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar og ófjárhagslega upplýsingagjöf.
Ársreikningaskrá hvetur forsvarsmenn félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og endurskoðendur þeirra til að kynna sér meðfylgjandi fréttatilkynningu og yfirlýsingu frá Verðbréfaeftirliti Evrópu.