Áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár 2018

30.10.2018

Eftirlit ársreikningaskrár á árinu 2019 vegna reikningsársins 2018 mun sérstaklega beinast að eftirfarandi þáttum:

  • Framsetning ófjárhagslegra upplýsinga í reikningsskilum eininga tengdum almannahagsmunum og stórum samstæðum.
  • Skyldunni til að láta endurskoða reikningsskil.
  • Framsetning upplýsinga vegna eignarhalds á eigin hlutum.

Ársreikningaskrá hvetur forsvarsmenn félaga sem falla undir lög nr. 3/2006 um ársreikninga, endurskoðendur þeirra og eftir atvikum skoðunarmenn, til að kynna sér meðfylgjandi áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár vegna reikningsársins 2018.  Meðfylgjandi eru áhersluatriði ársreikningaskrár og leiðbeinandi reglur frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um ófjárhagslega upplýsingagjöf.

Til baka

Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum