Félagsbústaðir hf.

Skil á ársreikningum reikningsárin 2011 og 2012

15.11.2013

Við eftirlit með ársreikningi félagsins Félagsbústaða hf. fyrir reikningsársins 2011 kom í ljós að ársreikningur félagsins var ekki gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS).

Ákvæði 90. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga kveður á um að félög sem hafa verðbréf sín skráð á skipulegðum verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins skuli beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum við samningu samstæðureiknings síns og ef því er ekki skylt að semja samstæðureikning skulu félög beita stöðlunum við samningu ársreikninga sinna.

Í maí 2012 ákvarðaði ársreikningaskrá að Félagsbústöðum væri skylt að beita IFRS við gerð og samningu ársreikninga sinna. Ákvörðun ársreikningaskrár var svo staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í júlí 2013, en félagið hafði kært ákvörðun ársreikningaskrár til ráðuneytisins.

Félagsbústaðir hf. hafa gert samkomulag við ársreikningaskrá um að endurgera ársreikninga félagsins vegna reikningsáranna 2011 og 2012 í samræmi við IFRS og skal endurgerð og birtingu þeirra verða lokið ekki síðar en 31. janúar 2014. Fréttatilkynning frá Félagsbústöðum hefur verið send til Nasdaq OMX Iceland (Kauphöll Íslands).

Til baka

Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum