Skilafrestur ársreikninga félaga sem beita IFRS reikningsskilastaðli

7.2.2019

Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra vill vekja athygli endurskoðenda á því að félag, sem beitir alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS), ber að senda ársreikningaskrá ársreikning félagsins strax eftir samþykkt hans á aðalfundi og eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs.

Ársreikningi skal fylgja áritun endurskoðenda og upplýsingar um hvenær reikningurinn var samþykktur. Sama gildir um samstæðureikning félagsins sé slíkur reikningur lagður fram á aðalfundi félagsins.

Í lögum nr. 3/2006 eru gerðar ríkari kröfur til félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum við samningu reikningsskila sinna en gerðar eru til félaga sem semja ársreikninga sína skv. íslenskum reikningsskilaaðferðum (IS-GAAP). Frestur til að halda aðalfund og skila reikningum til opinberar birtingar hjá félagi, sem beitir alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, er fjórir mánuðir en ekki átta mánuðir.

Félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum ber að standa skil á ársreikningi fyrir reikningsárið sem hófst 1. janúar 2018 í síðasta lagi 30. apríl 2019. Sé ársreikningi ekki skilað innan framangreindra tímamarka ber ársreikningaskrá að leggja stjórnvaldssektir á þau félög sem vanrækja skyldu til að skila ársreikningi til opinberrar birtingar skv. 120. gr. laga nr. 3/2006 og geta félög búist við því að ársreikningaskrá leggi stjórnvaldssekt á félagið verði ársreikningi ekki skilað innan nefndra tímamarka. 


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum