Reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 1254/2012
Hinn 23. október 2013 tóku gildi breytingar á fimm alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1254/2012 varðar eftirtalda reikningsskilastaðla:
- IFRS 10 um samstæðureikningsskil
- IFRS 11 um sameiginleg fyrirkomulag
- IFRS 12 um upplýsingagjöf um hagsmuni í öðrum einingum
- IAS 27 um aðgreind reikningsskil
- IAS 28 um fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og samrekstri
Ársreikningaskrá hvetur þá sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) við gerð og framsetningu reikningsskila sinna að kynna sér reglugerð iðnaðar- og viðskiptaráðherra nr. 940/2013, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1254/2012, staðalinn IFRS 10, staðalinn IFRS 11, staðalinn IFRS 12 og breytingar á stöðlunum IAS 27 og IAS 28.