Tólf ákvarðanir vegna reikningsáranna 2011 og 2012

11.11.2013

Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra hvetur þá sem koma að beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla IFRS, til að kynna sér úrskurði EECS.

EECS er samráðsvettvangur þar sem allir eftirlitsaðilar innan ESB og á EES svæðinu koma saman til að skiptast á sjónarmiðum og ræða reynslu af eftirliti með reikningsskilum þeirra félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, IFRS. Þar með talið að greina og ræða ákvarðanir sem eru teknar af einstökum eftirlitsaðilum innan EES með það að markmiði að samræma ákvarðanir eftirlitsaðila.

Gagnabanki EECS hefur að geyma ákvarðanir eftirlitsaðila. European Securities and Markets Authority (ESMA) birtir reglulega útdrætti úr þeim með það að markmiði að auka gegnsæi fyrir markaðsaðila sem beita IFRS við gerð og framsetningu reikningsskila sinna.

Útdráttur #14

29. október 2013 birti ESMA útdrátt nr. 14. Hann inniheldur tólf ákvarðanir sem teknar voru af eftirlitsaðilum á Evrópska efnahagssvæðinu á árinu 2013 vegna reikningsáranna 2011 og 2012 og er að finna á heimasíðu ESMA.

Undir liðnum "Investment and Reporting" er að finna kaflann IFRS Enforcement, sem hefur að geyma allar skýrslur varðandi þetta efni. 

 


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum