Launamiðar og launaframtal 2025

Hér er að finna ítarlegar leiðbeiningar um útfyllingu launamiða og launaframtals. Skil launamiða 2025 vegna launagreiðslna á árinu 2024 er svo til óbreytt frá fyrri árum, en skil fara fram á þjónustuvef Skattsins eða beint úr tölvukerfum. Hugbúnaðarhús geta nálgast gagnaskilalýsingu á skatturinn.is. 

Frá og með tekjuárinu 2020 (launamiðar 2021 og síðar) skal færa höfundarréttargreiðslur til einstaklinga í nýja launamiðareiti nr. 230 og 231, í stað launamiðareits 056 áður!

Launamiði 2025

02 Vinnulaun

05 Þar af laun vegna sjómennsku á fiskiskipum

63 Iðgjöld í séreignarsjóð

03, 08 Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð

06 Heildargreiðslur til verktaka, með virðisaukaskatti

64 Númer sérsjóðs

19 Sjúkradagpeningar

16 Ökutækjastyrkur

73 Þar af undanþegið staðgreiðslu (ökutækjastyrkur)

17 Dagpeningar

74 Þar af undanþegið staðgreiðslu (dagpeningar)

60 Bifreiðahlunnindi

21 Greiðslur úr lífeyrissjóði

27 Fatahlunnindi

28 Húsnæðishlunnindi

33 Fæðishlunnindi

70, og 71 Sundurliðun á staðgreiðslu

Ýmsar greiðslur og hlunnindi í krónum talið

Launaframtal 2025

Á launaframtali er gerð grein fyrir greiddum launum og öðrum greiðslum til launþega, sem mynda stofn til tryggingagjalds.  Launaframtali er skilað með rafrænum hætti sem hluta af hefðbundnu skattframtali í rafrænum framtalsskilum (sjá nánar hér að neðan).  Skilafrestur launaframtals er því sá sami og hefðbundins skattframtals.  Gömlu pappírsútgáfu launaframtals, RSK 1.05, er því ekki skilað lengur!

Skattskyldir lögaðilar skila launaframtali sem hluta af skattframtali RSK 1.04.

Lögaðilar, sem undanþegnir eru skattskyldu skv. I. kafla laga nr. 90/2003, skulu skila launaframtali með rafrænum hætti á skattframtali RSK 1.06, hafi þeir greitt laun eða innt af hendi greiðslur sem mynda stofn til tryggingagjalds á árinu 2024.

Einstaklingar sem skila rafrænu skattframtali skila launaframtali sem hluta af samræmingarblaði RSK 4.05.

Hverjir skila launaframtali á pappír?

Stofn til tryggingagjalds

Laun vegna fiskveiða

Launagreiðslur til erlendra starfsmanna

Stofn til tryggingagjalds utan staðgreiðslu

Fjársýsluskattur

Ítarefni

Orðsendingar til launagreiðenda.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum