Endurgreiðsla til byggingaraðila og VSK-skyldra

Byggjendur íbúðarhúsnæðis eiga rétt til endurgreiðslu 35% þess virðisaukaskatts sem greiddur er af vinnu manna á byggingarstað, frá og með 1. júlí 2023.

Áfram er hægt að sækja um 60% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda sem féllu til á tímabilinu 1. september 2022 til 30. júní 2023, næstu sex ár frá því endurgreiðsluréttur stofnaðist.

Sótt er um endurgreiðslur á eyðublaði RSK 10.17 og skal þeirri umsókn skilað með tölvupósti á tölvupóstfangið skatturinn@skatturinn.is

Skilyrði endurgreiðslu

Virðisaukaskattsskyldum byggingaraðila sem byggir íbúðarhúsnæði til sölu eða leigu má aðeins endurgreiða virðisaukaskatt vegna byggingarinnar ef virðisaukaskattsskýrslu fyrir sama tímabil hefur verið skilað.

Endurgreiðslunni er skuldajafnað á móti álögðum virðisaukaskatti sama tímabils.

Skilgreining á byggingaraðila

Endurgreiðslutímabil og afgreiðsla umsókna

Hvert endurgreiðslutímabil er tveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, o.s.frv. Endurgreiðslutímabil þeirra byggingaraðila sem gera upp virðisaukaskatt einu sinni á ári (ársskil) er þó almanaksárið. Umsókn skal berast ríkisskattstjóra í síðasta lagi 15. dag næsta mánaðar eftir að endurgreiðslutímabili lýkur, sjá töflu:

Tímabil tb. Skiladagur umsóknar og gagna Afgreiðslutími
janúar- febrúar 8 15. mars 5. apríl
mars -apríl 16 15. maí 5. júní
maí -júní 24 15. júlí 5. ágúst
júlí - ágúst 32 15. september 5. október
september - október 40 15. nóvember 5. desember
nóvember - desember 48 15. janúar 5. febrúar
Almanaksárið 48 15. janúar 5. febrúar, árið eftir

Umsóknir sem berast eftir lok skilafrests eru afgreiddar með umsóknum næsta endurgreiðslutímabils.

Réttur til endurgreiðslu fellur niður ef beiðni um endurgreiðslu berst ríkisskattstjóra eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.

Leiðbeiningar með umsókn

Virðisaukaskattur fæst ekki endurgreiddur af eftirfarandi vinnuþáttum

Tímabil framkvæmda

Staðsetning eignar

Framkvæmdir við íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu og til eigin nota

Gögn með umsókn

Meðfylgjandi beiðni um endurgreiðslu skal vera greinargerð þar sem sundurliðaðir eru greiddir vinnureikningar á viðkomandi endurgreiðslutímabili og/eða reiknaður virðisaukaskattur vegna vinnu byggingaraðila og starfsmanna hans.

Með beiðni skulu einnig fylgja afrit þeirra reikninga sem endurgreiðslubeiðni byggir á. Ekki er þörf á að senda frumrit reikninga eða annarra tekjuskráningargagna.

Fylgi beiðni önnur fylgiskjöl skal gerð grein fyrir þeim í reitnum „önnur fylgiskjöl“.

Launa- og verktakamiðar

Fyrir 20. janúar ár hvert skulu þau sem sótt hafa um endurgreiðslu samkvæmt eyðublaði þessu senda ríkisskattstjóra launa- og verktakaupplýsingar. Sé þeirri skyldu ekki sinnt skal ríkisskattstjóri endurkrefja aðila um þá fjárhæð sem fengist hefur endurgreidd.

 

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum