Skattrannsóknir

Mynd af lás

Rannsókn

Skattrannsóknarstjóri stýrir sérstakri einingu innan Skattsins sem fer með rannsókn skattalagabrota, ákvörðun sekta í umboði ríkisskattstjóra og önnur verkefni sem ríkisskattstjóri felur honum. Rannsóknarheimildir skattrannsóknarstjóra taka m.a. til meintra brota á lögum um tekjuskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatts. Skattrannsóknarstjóri getur tekið til rannsóknar framtalsskil og skattskil allra manna og lögaðila sem framtalsskyldir eru, hvort sem framtalsskyldu hefur verið fullnægt eða ekki. Þá hefur skattrannsóknarstjóri heimild til að rannsaka bókhald, grundvöll skattskila og ársreikninga.

Upphaf rannsóknar

Vísun mála til lögreglu

Rannsóknarheimildir

Markmið rannsókna

Markmið rannsóknar skattrannsóknarstjóra er að afla allra nauðsynlegra gagna og upplýsa málsatvik til þess að unnt sé að ákvarða hvort skattskil hafi verið röng eða byggð á vafasömum, hæpnum eða ófullnægjandi forsendum, svo leggja megi grundvöll að endurákvörðun skatta og gjalda, og unnt sé að meta hvort krafist skuli refsimeðferðar og þá með hvaða hætti.

Lok rannsóknar

Skattrannsóknarstjóri tekur saman frumskýrslu um rannsókn þeirra mála sem send eru lögreglu ásamt öllum gögnum sem skattrannsóknarstjóri hefur aflað um málið. Málið er þá komið á forræði lögreglu. Lögreglan getur óskað eftir aðstoð skattrannsóknarstjóra við að rannsaka einstaka þætti eða málið í heild sinni.

Sé tilefni til að ljúka rannsókn á máli hjá skattrannsóknarstjóra er tekin saman skýrsla um rannsóknina og niðurstöður hennar. Í skýrslunni kemur m.a. fram hvaða sönnunargögn liggja til grundvallar niðurstöðu rannsóknarinnar, hverjir hafa komið til skýrslugjafar, hver sé ætlaður undandreginn skattur eða skattstofn og hvort og hvenær skila- eða gjaldskyldum skatti hafi verið skilað, ef um það er að ræða.

Skýrslan er send viðkomandi aðilum með bréfum skattrannsóknarstjóra um fyrirhugaða ákvörðun sektar og/eða um fyrirhugaða endurákvörðun skatta og gjalda fyrir hönd ríkisskattstjóra þar sem jafnframt er gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum, frekari gögnum og skriflegum skýringum áður en ákvörðun um sekt er tekin eða kveðinn er upp úrskurður um endurákvörðun.

Refsimeðferð og endurákvörðun

Mál sem rannsökuð eru hjá skattrannsóknarstjóra sæta nærri því öll refsimeðferð enda öðrum þræði í samræmi við þann tilgang rannsóknarinnar að upplýsa um refsiverð brot. Í einstaka undantekningartilfellum kemur ekki til refsimeðferðar í samræmi við niðurstöðu rannsóknar.

Refsimeðferð getur verið með ákvörðun skattrannsóknarstjóra um sekt, sem er kæranleg til yfirskattanefndar, eða hjá dómstólum eftir sakamálarannsókn hjá lögreglu, nú hjá héraðssaksóknara.

Sektarákvörðun skattrannsóknarstjóra

Endurákvörðun opinberra gjalda

Rannsókn lögreglu

Úrskurður /endurákvörðun skattrannsóknarstjóra, fyrir hönd ríkisskattstjóra, í málum sem vísað hefur verið til lögreglu

Ítarefni 

Hvar finn ég reglurnar?

Lög og reglur (eldra)


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum