Bifreiðagjald

Reiknivél

Gjaldskylda og greiðsla bifreiðagjalds

Bifreiðagjald er lagt á öll vélknúin ökutæki sem skráð eru hér á landi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum. Orkugjafi ökutækis skiptir ekki máli.

  1. Ökutækjum sem ætluð eru til fólks- eða vöruflutninga, á þremur hjólum og fleirum, eru a.m.k. 400 kg að eigin þyngd og hönnuð til hraðari aksturs en 30 km/klst.
  2. Ökutækjum sem draga önnur ökutæki og hönnuð eru til hraðari aksturs en 30 km/klst.
  3. Ökutækjum sem ætluð eru til fólks- eða vöruflutninga eða til að draga annað ökutæki og eru búin beltum og/eða stýrimeiðum/stýrihjólum og a.m.k. 400 kg að eigin þyngd.
  4. Bifhjólum sem hvorki telst bifreið né torfærutæki, eru aðallega ætlað til fólks- eða vöruflutninga, eru á tveimur hjólum eða fleiri, með eða án hliðarvagns og eru a.m.k. 400 kg að eigin þyngd.

Skráður eigandi ber ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Bifreiðagjald er greitt í hlutfalli við skráningartíma, en gjald fyrir nýskráða bifreið fellur í eindaga 15 dögum eftir nýskráningu.

Fjárhæð bifreiðagjalds

Bifreiðagjald miðast við skráða losun koltvísýrings (CO2) ökutækis, en hún er mæld í grömmum á hvern ekinn kílómetra. Tveir staðlar eru fyrir mælingu á losun koltvísýrings

  • NEDC – Evrópska aksturslotan
  • WLTP – Samræmd prófunaraðferð

Gjald fyrir ökutæki 3.500 kg eða léttari

Gjald fyrir ökutæki þyngri en 3.500 kg

Eigendaskipti

Við eigendaskipti er bifreiðagjald endurgreitt til seljanda í hlutfalli við þann tíma sem eftir er af gjaldtímabilinu og flyst gjaldskylda jafnframt frá þeim tíma yfir á kaupanda vegna þess sem eftir er af gjaldtímabilinu, með eindaga 15 dögum síðar. Miðað er við skráða dagsetningu eigendaskipta í ökutækjaskrá Samgöngustofu.

Óheimilt er að skrá eigendaskipti að bifreið nema gjaldfallið bifreiðagjald hafi verið greitt. Ef tilkynnt er um eigendaskipti án greiðslu bifreiðagjalds fara eigendaskipti í bið.

Með því að skrá inn dagsetningu eigendaskipta í reiknivél bifreiðagjalds er hægt að sjá skiptingu gjaldsins milli seljanda og kaupanda.

Skilagjald (áður úrvinnslugjald)

Úrvinnslugjald

Undanþágur frá greiðslu bifreiðagjalds

Gjaldtímabil, gjalddagar og eindagar

Álagning, innheimta og endurgreiðslur

Kæruleið

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum