Fjármagnstekjuskattur

Fjármagnstekjuskattur er skattur sem leggst á eignatekjur, þ.e. vexti, arð, söluhagnað og leigutekjur. Á lögaðila sem stunda atvinnurekstur er ekki lagður sérstakur fjármagnstekjuskattur heldur greiða þeir skatt af fjármagnstekjum eftir sömu reglum og gilda um aðrar rekstrartekjur. Sama á við um einstaklinga sem hafa með höndum atvinnurekstur, þ.e. þeir greiða ekki sérstakan fjármagnstekjuskatt vegna fjármagnstekna sem tilheyra atvinnurekstri. Af þeim er þó dregin staðgreiðsla af vöxtum og arði. Arðgreiðslur milli tiltekinna lögaðila með takmarkaða ábyrgð eru undanþegnar staðgreiðslu.

Aðilar sem eru undanþegnir tekjuskattsskyldu ber þrátt fyrir það að greiða fjármagnstekjuskatt, af tilteknum fjármagnstekjum. Undanþegnir þeirri skyldu eru þó:

  • Lögaðilar sem staðfest er að verji hagnaði sínum eingöngu til almannaheilla.
  • Félög, sjóðir og stofnanir sem skráð eru á almannaheillaskrá Skattsins
  • Aðilar sem eru sérstaklega undanþegnir skattskyldu skv. lögum, s.s. Menntasjóður námsmanna, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir, Framkvæmdasjóður fatlaðra og Framkvæmdasjóður aldraðra.

Innheimta í staðgreiðslu

Arðstekjur skráðra sameignarfélaga o.fl.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum