Jöfnunargjald alþjónustu
Jöfnunargjald er lagt á fjarskiptafyrirtæki sem starfrækja fjarskiptanet eða þjónustu. Gjaldið rennur í jöfnunarsjóð í vörslu Póst- og fjarskiptastofnunar og á að nota til að standa straum af fjárframlögum samkvæmt lögum um fjarskipti.
Athugið! Jöfnunargjald var lagt á í síðasta skipti við álagninguna árið 2023 á veltuna af fjarskiptastarfsemi í janúar til og með ágúst 2022!
Gjaldstofn
Gjaldstofn jöfnunargjalds er bókfærð velta, þ.e. rekstrartekjur sem fyrirtæki hefur af gjaldskyldri starfsemi hér á landi.
Gjaldstig
Gjaldstig jöfnunargjalds er 0,10% frá og með tekjuárinu 2009.
Uppgjör
Gjaldið er lagt á við álagningu opinberra gjalda, en skila á gjaldstofni til jöfnunargjalds alþjónustu á forsíðu skattframtals RSK 1.04 viðkomandi árs.
Frádráttarbærni
Jöfnunargjald má draga frá tekjum greiðanda á því rekstrarári þegar stofn þess myndaðist.
Ítarefni
Hvar finn ég reglunar?
Almennt um jöfnunargjald - 66. gr. laga nr. 70/2022, um fjarskipti
Eyðublöð
Framtal vegna jöfnunargjalds alþjónustu - RSK 1.04