Kílómetragjald á vörubifreiðar og eftirvagna

.

Almennt

Greiða skal kílómetragjald af bifreiðum og eftirvögnum sem eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, þó ekki bifreiðum ætluðum til fólksflutninga. Gjaldskyldan er óháð eldsneytisnotkun og greidd af ökutækjum sem eru undanþegin olíugjaldi. Þá skal greitt kílómetragjald af bifreiðum og eftirvögnum sem skráð eru erlendis og flutt hingað til lands. Einnig skal greitt sérstakt kílómetragjald af ökutækjum sem eru 5.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd og skráð til sérstakra nota í ökutækjaskrá.

Af ökutækjum sem skráð eru til sérstakra nota skal greiða sérstakt kílómetragjald. Eigendur bifreiða sem óska eftir skráningu til sérstakra nota skulu beina umsókn til skoðunarstöðva. Með umsókn skal fylgja álestur af ökumæli bifreiðarinnar.

Eftirvagnar dregnir af dráttarvélum, sem ekið er í almennri umferð, og eru 5.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, skulu greiða sérstakt kílómetragjald. Áður en akstur hefst skal fara fram álestur af ökumæli eftirvagns hjá álestraraðila.

Fjárhæð kílómetragjalds

Gjaldþyngd og skattflokkar

Gjaldtímabil og gjalddagar

Álestur af ökumælum

Áætlanir og kærur

Akstursbók

Eigendaskipti

Akstur erlendis

.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum