Gistináttaskattur og innviðagjald á skemmtiferðaskip
Rekstraraðilum skemmtiferðaskipa ber að standa skil á gistináttaskatti eða innviðagjaldi vegna farþega um borð í skemmtiferðaskipum við Ísland.
Gistináttaskattur er lagður á vegna innanlandssiglinga en innviðagjald vegna millilandasiglinga.
Innanlandssiglingar - Gistináttaskattur
Greiða skal gistináttaskatt fyrir hvern dvalargest um borð í skemmtiferðaskipi í innanlandssiglingum við Ísland.
Gistináttaskattur vegna dvalargesta um borð í skemmtiferðaskipum er 400 kr. fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem farþegi dvelur í skipinu.
Reglur um uppgjör eru þær sömu og hjá öðrum aðilum sem skylt er að leggja á gistináttaskatt.
Sjá kafla um uppgjör og gjalddaga gistináttaskatts
Millilandasiglingar - Innviðagjald
Greiða skal innviðagjald fyrir hvern farþega um borð í skemmtiferðaskipi í millilandasiglingum á meðan skip er í höfn hér á landi eða annars staðar á tollsvæði Íslands.
Innviðagjald er 2.500 kr. fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skip er á tollsvæði Íslands.
Skráning á innviðagjaldsskrá
Skráning á innviðagjaldsskrá er gerð með rafrænum hætti á þjónustuvef Skattsins. Skattskyldir aðilar skulu ótilkvaddir senda ríkisskattstjóra tilkynningu um skattskylda starfsemi áður en hún hefst.
Uppgjör og gjalddagar innviðagjalds skemmtiferðaskipa í millilandasiglingum
Uppgjörstímabil innviðagjalds telst vera sá tími sem skipið er innan tollsvæðis Íslands hverju sinni.
Gjalddagi er sjö dögum eftir að skip yfirgefur tollsvæði Íslands.
Eigi síðar en á gjalddaga skulu rekstraraðilar skemmtiferðaskipa ótilkvaddir skila Skattinum skýrslu um fjölda farþega á uppgjörstímabilinu og standa skil á greiðslu skattsins til innheimtumanns ríkissjóðs. Skýrslum er skilað rafrænt á þjónustuvef Skattsins.
Undanþágur frá innviðagjaldi
Ekki skal leggja innviðagjald á:
- ef skemmtiferðaskip í millilandasiglingum leggst að höfn hér á landi og skipið hafi sannarlega verið í nauðum vegna áreksturs, sjóskemmda, veikinda eða ófriðar.
- fyrir áhöfn og annað starfsfólk um borð