Íþróttafélög

Samkvæmt tekjuskattslögum teljast íþróttafélög undanþegin tekjuskatti að því gefnu að þau verji hagnaði sínum einungis til almenningsheilla og hafi það að einasta markmiði sínu samkvæmt samþykktum sínum.

Íþróttastarfsemi er undanþegin virðisaukaskatti samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Sala íþróttafélaga á aðstöðu til æfinga og iðkunar íþrótta (félagsgjöld/æfingagjöld) fellur undir undanþáguákvæðið. Undanþágan nær einnig til aðgangseyris að íþróttamótum og íþróttasýningum. Íþróttafélög er þó virðisaukaskattsskyld að því er varðar sölu þeirra á vörum og þjónustu og vörum í samkeppni við atvinnufyrirtæki, t.a.m. vegna auglýsingasölu, útgáfustarfsemi og veitingastarfsemi.

Almennt er litið á leikmenn og þjálfara sem launþega hjá íþróttafélögum en ekki verktaka.

Ítarefni

Annað

Leiðbeiningar um skattskyldu íþróttafélaga

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum