Staðgreiðsla og reiknað endurgjald
Allir sem greiða laun eða reikna sér endurgjald fyrir eigin vinnu í rekstri þurfa að halda eftir staðgreiðslu. Staðgreiðslan er fyrirframgreiðsla á tekjuskatti og útsvari og dregst af launum eða reiknuðu endurgjaldi. Tekjuskatturinn fer til ríkisins og útsvarið til sveitarfélagsins.