Farmvernd

Farmvernd

Opna Farmvernd

Fyrirspurnir varðandi farmvernd sendist á netfangið farmvernd@skatturinn.is

Þann 1. júlí 2004 tóku gildi breytingar á samþykkt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um öryggi mannslífa á hafinu, SOLAS (Safety of Life at Sea), sem gerðar voru á fundi stofnunarinnar í London í desember 2002. Einnig var staðfestur nýr viðauki við samþykktina um skipa- og hafnavernd, ISPS (International Ship and Port Facility Security Code).

Til þess að fullnægja þeim skuldbindingum, sem íslensk stjórnvöld hafa tekist á hendur með því að gerast aðilar að þessum alþjóðasamþykktum, lagði samgönguráðherra fram frumvarp til laga á Alþingi um siglingavernd númer 50/2004, sem tóku gildi 1. júlí 2004. Í lögum þessum er gert ráð fyrir því að tollayfirvöld fari með veigamikið hlutverk í siglingavernd, þ.e. að þau annist farmvernd lagana. Með farmvernd er átt við fyrirbyggjandi ráðstafanir til verndunar farms gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum.

Samkvæmt lögunum setti Tollstjóri reglur um farmvernd og eru þær númer 141/2010

Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum hinn 11. september 2001 fór fram stefnumótunarvinna innan Alþjóðatollastofnunarinnar sem m.a. miðaði að því að ákveða þátttöku tollayfirvalda aðildarríkjanna í öryggisgæslu vegna vöruflutninga milli landa. Í því sambandi sendi stofnunin frá sér ályktun um öryggi í öllum flutningum í heiminum, SCS (Supply Chain Security) sem felur í sér öryggisráðstafanir allt frá pökkun vöru og þar til varan er losuð á áfangastað.

Farmverndaryfirlýsing

Útfylling farmverndaryfirlýsingar

Fyrirtæki sem farmverndarfulltrúi skráir farmverndaryfirlýsingu fyrir

Þegar farmverndarfulltrúi skráir sig inn á umsjónarvef farmverndar tengist hann heimasvæði tiltekins fyrirtækis. Á heimasvæðinu er eingöngu hægt að stofna farmverndaryfirlýsingar fyrir það fyrirtæki. Ákveðnar upplýsingar um fyrirtækið og farmverndarfulltrúann eru svo skráðar sjálfvirkt inn í farmverndaryfirlýsinguna og getur farmverndarfulltrúi ekki breytt þeim.

Verklag við gerð farmverndaryfirlýsingar

Þegar farmverndaryfirlýsing hefur verið fyllt út er hún vistuð með því að smella á hnappinn Skrá yfirlýsingu. Ef villur koma fram þegar farmverndaryfirlýsing er skráð, þarf að leiðrétta þær og smella aftur á Skrá yfirlýsingu.

Þegar búið er að skrá rétta farmverndaryfirlýsingu birtist ný síða með upplýsingum um farmverndaryfirlýsinguna. Ef allt er rétt, er smellt á hnappinn Afgreiða.

Á sömu síðu er einnig hægt að smella á hnappinn Breyta, ef leiðrétta þarf einhver atriði í farmverndaryfirlýsingunni. Á síðunni er einnig hægt að smella á hnappinn Eyða, ef eyða þarf farmverndaryfirlýsingunni.

Þegar smellt er á hnappinn Afgreiða sbr. fyrri lið birtist ný síða með hnöppunum Afturkalla og Prenta.

Nú þarf farmverndarfulltrúi að prenta út eintak af farmverndaryfirlýsingunni, tilgreina jafnframt stað og dagsetningu í svæði númer 17 og undirrita hana í svæði númer 19. Ef farmverndaryfirlýsing er gefin út vegna hlaðins gáms eða tengivagns, á farmverndarfulltrúi jafnframt að skrá númer ökutækis, sem flutti gáminn/tengivagninn á haftasvæði hafnar í svæði númer 16.

Í svæði númer 18 skráir farmflytjandi, eða verndarfulltrúi hafnar, jafnframt stað og dagsetningu við móttöku á farmi, sem er tilbúinn og frágenginn til útflutnings með vísan til reglna um farmvernd. Sami starfsmaður undirritar svo yfirlýsinguna í svæði númer 20.

Leiðbeiningar um einstaka reiti í farmverndaryfirlýsingu:

A. Reitir sem eru fylltir út áður en farmverndaryfirlýsing er vistuð, afgreidd og prentuð út.

Veldu tegund yfirlýsingar

Þegar tegund yfirlýsingar er valin birtist viðeigandi útgáfa af farmverndaryfirlýsingunni.
Ef tegund yfirlýsingar gerir ráð fyrir innsigli og fyrirtækið á bæði boltainnsigli og vírinnsigli, birtist gluggi þar sem tegund innsiglis er valin.

1 Nafn fyrirtækis

Upplýsingar eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum.

2 Kennitala fyrirtækis

Upplýsingar eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum.

3 Heimilisfang fyrirtækis

Upplýsingar eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum.

4 Heimildarnúmer fyrirtækis

Þegar fyrirtækið fékk viðurkenningu sem farmverndaraðili úthlutaði Tollstjórinn í Reykjavík því ákveðnu heimildarnúmeri vegna farmverndar. Upplýsingar um heimildarnúmer fyrirtækisins eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum.

5 Dagsetning innsiglunar eða dagsetning lestunar eða dagsetning brottfarar

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að tilgreina dagsetningu innsiglunar. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að tilgreina lokadag lestunar.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á að tilgreina dagsetningu brottfarar.

Til hægðarauka er núverandi dagsetning birt. Farmverndarfulltrúi velur dagsetningunni ef innsiglun / lestun / brottför var á öðrum degi en þeim sem birtist sjálfkrafa. Ný dagsetning er valin með því að smella á núverandi dagsetningu og velja nýja dagsetningu úr dagatali, sem þá birtist.

6 Tími innsiglunar eða tími lestunar eða tími brottfarar

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að tilgreina tíma innsiglunar. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að tilgreina tímann þegar lestun lauk.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma), heitir svæðið Tími brottfarar og er ekki fyllt út.

Til hægðarauka birtist tíminn þegar farmverndaryfirlýsing var opnuð á vef. Farmverndarfulltrúi breytir tímanum, ef innsiglun / lestun lauk á öðrum tíma en þeim sem birtist sjálfkrafa. Nýr tími er valinn með því að smella á núverandi tíma og velja nýjan tíma í glugga, sem þá birtist.

7 Gámanúmer eða skráningarnúmer tengivagns

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms á að skrá gámanúmer. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tengivagns á að skrá skráningarnúmer tengivagns.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á að skrá gámanúmer. Þegar farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma birtist hnappurinn Fleiri. Smellt er á hnappinn til að bæta við línum og skrá gámanúmer (og einnig númer innsiglis, sbr. næsta lið á eftir) fyrir fleiri en einn tóman gám.

Hægt er að skrá allt að 20 stafi sem gámanúmer en allt að 8 stafi sem skráningarnúmer tengivagns.

8 Númer innsiglis

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að skrá númer innsiglis. Sleppa á núllum fremst í númeri innsiglis og stafnum V fremst í númeri vírinnsiglis.
Ef breyta á númeri innsiglis á vistaðri yfirlýsingu, er smellt á blýantstákn í reitnum og númeri svo breytt. Eigi fyrirtækið boltainnsigli og vírinnsigli, birtist fyrst lítil mynd þar sem tegund innsiglis er valin. Þegar númeri innsiglis er breytt þarf í sumum tilfellum að skrá gámanúmer að nýju.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á ekki að skrá númer innsiglis.

Þegar farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma birtist hnappurinn Fleiri. Smellt er á hnappinn til að bæta við línum og skrá númer innsiglis (skráð í sömu línu og gámanúmer, sbr. næsta lið á undan) fyrir fleiri en einn tóman gám.

9 Farmverndarfulltrúi sem innsiglar eða hefur umsjón með lestun

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að tilgreina farmverndarfulltrúa sem innsiglaði gám eða tengivagn. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að tilgreina farmverndarfulltrúa sem hafði umsjón með lestun.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á að tilgreina farmverndarfulltrúa sem undirritar og ber ábyrgð á farmverndaryfirlýsingunni.

Valið er úr fellilista.

10 Tollumdæmi

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms, eða tengivagns á að tilgreina landshluta þar sem gámur var innsiglaður. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að tilgreina landshluta þar sem lestun fór fram.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á að tilgreina tilgreina landshluta þar sem farmflytjandi á lögheimili..

Valið er úr fellilista.

11 Brúttóþungi í kg

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns getur skráð brúttóþyngd orðið allt að 45000 kílóum.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum getur skráð brúttóþyngd orðið allt að 99999999 kílóum.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma á ekki að skrá brúttóþyngd.

12 Raðnúmer farmverndaryfirlýsingar

Þetta er einkvæmt númer sem farmverndaryfirlýsingin fær í tölvukerfi farmverndar. Upplýsingar eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum

13 Hleðslustaður

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að skrá staðinn þar sem gámur var innsiglaður. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að skrá staðinn þar sem skip var lestað.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms á að skrá heiti hafnar þar sem gámur fór um borð í skip.

Ef hleðslustaður er höfn nægir að skrá heiti hafnarinnar. Annars þarf að skrá fullt heimilisfang á hleðslustað

Gerð svæðis:(a..100)

14 Ákvörðunarland farms

Land er valið er úr fellilista.

15 Vörulýsing

Hér á að skrá einfalda vörulýsingu.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma eru upplýsingar sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í svæði fyrir vörulýsingu.

Gerð svæðis: (n...500)

 

B. Reitir sem skrifað er í eftir að búið er að prenta út farmverndaryfirlýsingu

16 Skráningarnúmer ökutækis

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns, á farmverndarfulltrúi sem undirritar farmverndaryfirlýsingu jafnframt að skrá númer ökutækis, sem flutti gáminn / tengivagninn á haftasvæði hafnar. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á ekki að skrá númer ökutækis. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma á ekki að skrá skráningarnúmer ökutækis.

17 Staður og dagsetning

Farmverndarfulltrúi sem undirritar og er ábyrgur fyrir farmverndaryfirlýsingunni skráir hér stað og dagsetningu þegar undirritun fer fram.

18 Staður og dagsetning

Farmflytjandi, eða verndarfulltrúi hafnar, skráir hér stað og dagsetningu við móttöku á farmi sem er tilbúinn og frágenginn til útflutnings með vísan til reglna um farmvernd.

19 Staðfesting farmverndarfulltrúa

Hér undirritar farmverndarfulltrúi sem er ábyrgur fyrir farmverndaryfirlýsingunni skjalið.

20 Staðfesting farmflytjanda

Hér undirritar farmflytjandi, eða verndarfulltrúi hafnar, farmverndaryfirlýsinguna við móttöku á farmi sem er tilbúinn og frágenginn til útflutnings með vísan til reglna um farmvernd.

21 Athugasemdir flutningsaðila

Hér getur flutningsaðili handskráð athugasemdir, ef ástæða er til.

Leiðbeiningar

Nýtt farmverndarkerfi - helstu atriði og innskráning

Upphafssíða farmverndar

Upphafssíða farmverndar er: https://farmvernd.tollur.is

Í valrönd er hægt að velja eftirfarandi liði:

Valmynd á upphafssíðu

 

Uppi til hægri eru tvö tákn. Smellt er á spurningamerkið til að fá hjálp en lásinn til að skrá sig inn í farmverndarkerfið.

Hnappar fyrir hjálp og innskráningu

Innskráning


  • Á upphafssíðu farmverndar er hægt að velja um tvær leiðir til að skrá sig inn: annað hvort að smella á Innskráning í valrönd eða smella á láshnappinn uppi til hægri.
  • Skatturinn nýtir innskráningarþjónustu island.is til að auðkenna notendur inn í nýtt farmverndarkerfi Skattsins. Þessi þjónusta er í eigu ríkisins og er rekin af Þjóðskrá Íslands
  • Þjónustan styður auðkenningu með íslykli, rafrænu skilríki í síma eða rafrænu skilríki á korti. Skatturinn mælir með því að notuð séu rafræn skilríki en þau eru talin veita mest öryggi.
  • Eftir auðkenningu hjá island.is tengist notandi vinnuumhverfi sínu í farmverndarkerfinu. Sé notandi með eitt hlutverk, birtist vinnuumhverfi hans. Sé notandi hins vegar með fleiri en eitt hlutverk, birtist fyrst listi yfir hlutverk. Notandi smellir á það hlutverk, sem nota á og þá birtist vinnuumhverfi hans.

Skjámynd skipt á milli hlutverka

Notandi með fleiri en eitt hlutverk getur svo í framhaldinu skipt um hlutverk með því að smella á þennan hnapp og birtist þá fyrrnefndur listi aftur:

Hnappur til að skipta um hlutverk

Vinnuumhverfi forráðamanns

Forráðamaður getur valið þessa verkliði:

Valmynd forráðamanns

 

  • Fulltrúar: hér er hægt að fá yfirlit yfir fulltrúa og skrá nýjan fulltrúa. Í yfirliti yfir fulltrúa er að auki hægt að afskrá fulltrúa.
  • Yfirlýsingar: hér er hægt að fá yfirlit yfir yfirlýsingar.
  • Innsigli: hér er hægt að panta innsigli, fá yfirlit yfir pantanir og yfirlit yfir innsigli.
    • Umsóknir: hægt að fá yfirlit yfir umsóknir.
    • Áætlanir: hægt að skrá og fá yfirlit yfir áætlanir og skrá nýjar starfsstöðvar.
  • Aðrar aðgerðir: hér eru tveir undirliðir:

Vinnuumhverfi fulltrúa

Fulltrúi getur valið þessa verkliði:

Valmynd fulltrúa

  • Yfirlýsingar: hér fær fulltrúi yfirlit yfir sínar eigin yfirlýsingar.
  • Nýskrá yfirlýsingu: hér er hægt að skrá nýja yfirlýsingu.

 

Umsókn um aðild

Ef sækja á um aðgang að farmverndarkerfinu, á að velja liðinn Umsókn um aðild í valrönd og birtist þá ný umsóknarsíða.

Umsókn um viðurkenningu sem farmverndaraðili

1. Almennt um þessar leiðbeiningar

Í lögum um siglingavernd númer 50/2004 er gert ráð fyrir því að Skatturinn hafi umsjón með framkvæmd reglna um farmvernd. Tölvukerfi farmverndar er hannað með það fyrir augum að starfsmenn fyrirtækja sem og tollstarfsmenn og aðrir eftirlitsmenn sem vinna að farmverndinni geti unnið sín verk að mestu leyti á netinu.

Þessar leiðbeiningar eru ætlaðar forráðamanni farmverndar hjá fyrirtæki. Þá er átt við forráðamann fyrirtækisins eða fulltrúa hans sem undirritaði umsókn fyrirtækisins um að verða viðurkenndur farmverndaraðili og ber síðan ábyrgð á framkvæmd farmverndar hjá fyrirtækinu.

Í leiðbeiningunum er gerð grein fyrir meginþáttum í þeim hluta tölvukerfisins sem forráðamenn nota. Hér eru þó ekki leiðbeiningar um útfyllingu einstakra svæða í skjámyndum; þær leiðbeiningar eru í staðinn birtar sem hjálpartexti í skjámyndunum sjálfum.

2. Fyrirtæki sækir um viðurkenningu sem farmverndaraðili

Til að fá viðurkenningu sem farmverndaraðili verður fyrirtæki að fylla út sérstaka umsókn á vefnum. Forráðamaður fyrirtækis má fylla umsóknina út. Að auki verður að prenta umsóknina út, undirrita hana og senda síðan til Skattsins.

2.1. Fylla út umsókn á vef

Til að fylla út umsókn, er best að byrja á að fara inn á vefsvæði farmverndar, https://farmvernd.tollur.is, og smella þar á Umsókn um aðild í borða. Fylla verður umsóknina út á vefnum eins og leiðbeiningar með umsókninni segja til um. Þegar búið er að skrá inn allar upplýsingar er smellt á hnappinn Halda áfram.

2.2. Staðfesta umsókn á vef

Þegar búið er að fylla út umsóknina á vefnum og smella á hnappinn Halda áfram birtist ný síða með þeim upplýsingum sem settar verða í umsóknina. Ef allar upplýsingar í skjámyndinni eru réttar er umsóknin vistuð á vefnum með því að smella á hnappinn Staðfesta umsókn.

2.3. Tveir tölvupóstar - prenta svo út umsókn af vef

Þegar búið er að staðfesta umsóknina er sendur sérstakur tölvupóstur á tölvupóstfang sem forráðamaður tilgreindi í umsókninni. Forráðamaður þarf að lesa tölvupóstinn og smella á slóð sem er tilgreind í tölvupóstinum til að staðfesta netfang sitt.

Þegar búið er að staðfesta tölvupóstfangið er sendur annar tölvupóstur til forráðamanns. Þegar forráðamaður smellir á slóðina í tölvupóstinum opnast ný síða á vefnum þar sem prentvæn útgáfa af umsókninni er birt. Forráðamaður verður að prenta út umsóknina.

2.4. Undirrita umsókn

Að útprentun lokinni þarf forráðamaður að undirrita umsóknina.

2.5. Senda undirritaða umsókn til Skattsins

Þegar forráðamaður er búinn að undirrita umsóknina á að senda hana til Skattsins á það heimilisfang sem tilgreint er á umsókn.

Nú getur forráðamaður ekki gert meira að sinni vegna umsóknarinnar, sem fer nú til vinnslu hjá Skattinum. Þegar vinnslu er lokið fær forráðamaður sendan tölvupóst með leiðbeiningum um framhaldið. Tölvupóstur er alltaf sendur á tölvupóstfang forráðamanns sem tilgreint var í umsókn.

3. Skatturinn yfirfer skriflega umsókn

Þegar skrifleg umsókn berst Skattinum er hún tekin til vinnslu. Vinnslu umsóknar má skipta í tvo megin hluta. Fyrst er athugað hvort fyrirtæki uppfylli ekki öll skilyrði sem sett eru um viðurkenningu sem farmverndaraðili. Síðan er athugað hvort farmverndarfulltrúar uppfylli ekki öll skilyrði.

3.1. Fyrirtæki samþykkt. Tilkynning til forráðamanns eða fulltrúa hans

Þegar fyrirtæki er samþykkt er það staðfest með því að senda tölvupóst til forráðamanns. Í tölvupóstinum er einnig tilgreind slóð sem forráðamaður notar til að tengjast vefsvæði farmverndar.

3.2. Athugasemdir við umsókn. Tilkynning til forráðamanns eða fulltrúa hans

Ef eitthvað er athugavert við umsóknina þannig að ekki er hægt að samþykkja hana, hefur Skatturinn samband við forráðamann farmverndar, sem tilgreindur er á umsókninni.

3.3. Farmverndarfulltrúi samþykktur. Tilkynning til forráðamanns eða fulltrúa hans

Þegar farmverndarfulltrúi er samþykktur er það staðfest með því að senda tölvupóst til forráðamanns. Forráðamaðurinn þarf sjálfur að láta farmverndarfulltrúann vita að hann sé kominn með aðgang að farmverndarkerfinu. Farmverndarfulltrúi getur nú tengst farmverndarkerfinu með því að nota slóðina, sem tilgreind var í tölvupóstinum.

Nánari upplýsingar um vinnuumhverfi farmverndarfulltrúa eru í öðru hjálparskjali.

3.4. Farmverndarfulltrúi ekki samþykktur

Ef farmverndarfulltrúi uppfyllir einhverra hluta vegna ekki sett skilyrði, hefur Skatturinn samband við forráðamann fyrirtækisins.

Útfylling umsóknar

Fyrirtæki sem sækir um að verða viðurkenndur farmverndaraðili

Hér á að skrá upplýsingar um kennitölu fyrirtækis.

Forráðamaður fyrirtækis eða fulltrúi hans, sem undirritar umsóknina

Hér á að skrá upplýsingar um starfsmanninn, sem verður forráðamaður farmverndar hjá fyrirtækinu. Þar getur t.d. verið átt við stjórnarformann, forstjóra, aðstoðarforstjóra, framkvæmdastjóra, aðstoðarframkvæmdastjóra, skrifstofustjóra, fjármálastjóra, deildarstjóra, framleiðslu- stjóra, verksmiðjustjóra, verkstjóra, öryggisfulltrúa eða gæðastjóra.

Skrá þarf upplýsingar um kennitölu og persónubundið netfang forráðamanns. Netfang má lengst vera 60 stafir.

Atvinnustarfsemi fyrirtækis

Hér á merkja við þann lið, sem segir til um atvinnustarfsemi fyrirtækisins.

Vörusvið útflutnings

Ef merkt er við liðinn Útflytjandi / framleiðandi, þarf jafnframt að velja vörusvið útflutnings úr fellilista, sem þá birtist.

Sé liðurinn Annað valinn úr fellilistanum, þarf jafnframt að skrá upplýsingar um vörusvið í reit, sem líka heitir Annað. Mest er hægt að skrifa 60 stafi í reitinn.

Aðrar upplýsingar um útflutning

Ef merkt er við liðinn Útflytjandi / framleiðandi, þarf jafnframt að velja lönd, sem flutt er til, úr fellilista, sem þá birtist.

Hægt er að velja fleiri en einn land í sömu aðgerð með því að halda niðri Ctrl-hnappi. Jafnframt er hægt að bæta við löndum með því að smella aftur á fellilistann.

Hægt að eyða völdu landi með því að smella á x fyrir aftan nafn landsins.

Jafnframt þarf að tilgreina hvort vara sé flutt út í gámum. Ef svarið er Já, þarf jafnframt að tilgreina fjölda útfluttra gáma sl. tvö ár og áætlaðan fjölda gáma næstu tólf mánuði.

Önnur atvinnustarfsemi.

Ef merkt er við liðinn Önnur atvinnustarfsemi, þarf jafnframt að velja atvinnustarfsemi úr fellilista, sem þá birtist.

Sé liðurinn Annað valinn úr fellilistanum, þarf jafnframt að skrá upplýsingar um atvinnustarfsemi í reit, sem líka heitir Annað. Mest er hægt að skrifa 60 stafi í reitinn.

Einstaklingar sem ætlað er að annast farmverndina af hálfu fyrirtækisins

Hér á að skrá upplýsingar um þá einstaklinga, sem koma til með að annast vinnu við farmvernd fyrirtækisins. Í reglum um farmvernd eru þessir einstaklingar kallaðir farmverndarfulltrúar.

Skrá þarf upplýsingar um kennitölu og persónubundið netfang farmverndarfulltrúa. Netfang má lengst vera 60 stafir. Sé farmverndarfulltrúi ekki með netfang hjá fyrirtækinu, má sleppa því að skrá í svæðið.

Ef farmverndarfulltrúar eru fleiri en þrír á að smella á hlekkinn Fleiri línur og þá bætast við línur til að skrá fleiri farmverndarfulltrúa.

Pöntun farmverndarinnsigla

1. Almennt um þessar leiðbeiningar

Þessar leiðbeiningar eru ætlaðar forráðamanni farmverndar hjá fyrirtæki. Þá er átt við forráðamann fyrirtækisins eða fulltrúa hans sem undirritaði umsókn fyrirtækisins um að verða viðurkenndur farmverndaraðili og ber síðan ábyrgð á framkvæmd farmverndar hjá fyrirtækinu.

Í leiðbeiningunum er gerð grein fyrir meginatriðum vegna pöntunar og afhendingar á farmverndarinnsiglum.

2. Fyrirtæki áður búið að fá viðurkenningu sem farmverndaraðili

Til að fyrirtæki geti pantað farmverndarinnsigli þarf það áður að vera búið að fá viðurkenningu frá Skattinum sem farmverndaraðili. Forráðamaður þarf jafnframt að vera kominn með notandanafn og notkunarlykilorð til að fá aðgang að heimasvæði fyrirtækisins á umsjónarvef farmverndar.

3. Hver pantar farmverndarinnsigli?

Forráðamaður fyrirtækis, sem undirritaði umsókn um viðurkenningu sem farmverndaraðili, má panta farmverndarinnsigli handa fyrirtæki sínu.

4. Hvernig eru farmverndarinnsigli pöntuð?

Forráðamaður tengist inn á heimasvæði fyrirtækis síns á umsjónarvef farmverndar. Í vallínu velur hann Innsigli og síðan Panta innsigli. Tilgreina þarf hvernig farmverndarinnsiglin óskast afhent og fjölda farmverndarinnsigla, sem óskast keypt.

5. Hvernig eru farmverndarinnsigli afhent?

Þegar farmverndarinnsigli eru pöntuð er tilgreint hvernig þau óskast afhent.

Þegar pöntun er tilbúin til afgreiðslu er hún annað hvort send í póstkröfu eða sótt til Skattsins, Katrínartúni 6, Reykjavík. Sá sem sækir pöntun til Skattsins þarf að hafa umboð forráðamanns fyrirtækisins til að fá farmverndarinnsiglin afhent. T.d. nægir að prenta út skjámynd af pöntuninni og skrifa þar umboðið. Þegar pöntun er sótt þarf jafnframt að framvísa gildum persónuskilríkjum. Ekki þarf að staðgreiða pöntun sem sótt er til Skattsins heldur er reikningur sendur til fyrirtækisins eftir að búið er að afhenda farmverndarinnsiglin.

6. Notkun farmverndarinnsigla

Þegar farmverndarfulltrúi innsiglar gám tiltekins fyrirtækis notar hann eitt þeirra farmverndarinnsigla sem þetta tiltekna fyrirtæki á. Upplýsingar um númer farmverndarinnsiglisins verða jafnframt skráðar á farmverndaryfirlýsingu. Þessu verður lýst nánar í leiðbeiningum um farmverndaryfirlýsingar.

ATHUGA: Fyrirtæki verður sjálft að nota farmverndarinnsigli sem það kaupir. Fyrirtæki má ekki lána eða selja öðru fyrirtæki farmverndarinnsigli sín.

7. Skemmd eða glötuð farmverndarinnsigli

Ef innsigli skemmist eða glatast þarf að hafa samband við Skattinn.

8. Upplýsingar um farmverndarinnsigli

Boltainnsigli

Vírinnsigli – breytingar á tölvukerfi farmverndar

Almennt

Fram til þessa hefur eingöngu verið hægt að nota svokölluð boltainnsigli við framkvæmd farmverndar. Nú verður sú breyting á, að hægt verður að kaupa svokölluð vírinnsigli hjá Skattinum og nota þau við framkvæmd farmverndar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir breytingum á tölvukerfi farmverndar, sem tilkoma vírinnsigla hefur í för með sér.

Panta innsigli

  • Nýr fellilisti hefur bæst við þar sem velja þarf tegund innsigla. Önnur atriði eru óbreytt.

Ýmsar síður með upplýsingum um innsigli

  • Á síðunni Pantanir – yfirlit er nýr fellilisti þar sem hægt að velja tegund innsigla.
  • Í yfirliti á sömu síðu er einnig nýr dálkur með upplýsingum um tegund innsigla.
  • Á síðunni Innsigli – yfirlit eru einnig sambærilegar breytingar og á síðunni Pantanir – yfirlit.

Yfirlýsingar

  • Á síðunni Yfirlýsingar er nýr fellilisti þar sem hægt að velja tegund innsigla.
  • Í yfirliti á sömu síðu er einnig nýr dálkur með upplýsingum um tegund innsiglis.

Nýskrá yfirlýsingu

  • Ef fyrirtæki á bæði boltainnsigli og vírinnsigli, birtist fyrst gluggi þar sem merkt er við þá tegund innsiglis, sem nota á. Þetta gerist eingöngu þegar tegund yfirlýsingar gerir ráð fyrir innsigli og fyrirtækið á báðar tegundir innsigla.
    Skráning yfirlýsingar er að öðru leyti óbreytt.
  • Í reit númer 8 birtast upplýsingar um tegund innsiglis innan sviga.

Nánari upplýsingar um tegund innsigla

 

Boltainnsigli

Boltainnsigli henta á venjulega vörugáma. Þau eru í pökkum, sem hver inniheldur 250 stykki.

Í hverjum pakka eru 25 einingar, hver með 10 stykki.

 

Vírinnsigli

Vírinnsigli henta á vörugáma með þrengra op en er á venjulegum vörugámum. Þau eru í pökkum,

sem hver inniheldur 250 stykki. Í hverjum pakka eru 50 einingar, hver með 5 stykki.


Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Reglur um siglingavernd - númer 50/2004

Reglur um farmvernd - númer 141/2010

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum