Aðflutningsgjöld

Meginreglan er sú að greiða ber aðflutningsgjöld við innflutning vöru til landsins í samræmi við ákvæði tollskrár sem hefur lagagildi á Íslandi. Hér er átt við tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt auk ýmissa annarra gjalda sem leggjast kunna á við innflutning varnings til landsins.

Nokkrar undantekningar eru frá þessari meginreglu.

Vörur undanþegnar

Eftirtaldar vörur eru undanþegnar aðflutningsgjöldum við innflutning, enda sýni innflytjandi skattinum með fullnægjandi hætti fram á rétt til undanþágu:

Vörur fyrir sendiráð

Vörur fyrir kjörræðismenn og ræðisskrifstofur

Vörur fyrir hervöld Bandaríkjanna

Efni og tæki til varna gegn ofanflóðum

Undanþágur vegna annarra sérlaga eða samninga


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum