Póstflytjendur

Vakin er athygli póstflytjenda á eftirfarandi atriðum í sambandi við tollmeðferð póstsendinga:

Ábyrgð á aðflutningsgjöldum

Póstflytjandi ber ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda til jafns við innflytjanda eða viðtakanda vöru.

Tollstjóri getur því krafið hvern þeirra sem er um greiðslu allra aðflutningsgjalda af þeirri vöru sem um ræðir.

Meginreglan er sú að hafi aðflutningsgjöld verið skuldfærð á innflytjanda eða viðtakanda vöru, fellur ábyrgð póstflytjanda á greiðslu aðflutningsgjalda niður.

Undantekningar frá þessari reglu eru:

  • þegar póstflytjandi hefur ekki haft heimild frá innflytjanda eða viðtakanda vörunnar til skuldfærslunnar eða
  • póstflytjandi hefur vitað eða mátt vita að upplýsingar sem veittar voru í tengslum við tollafgreiðsluna voru rangar eða ófullnægjandi.

Í slíkum tilvikum fellur ábyrgð póstflytjanda á greiðslu aðflutningsgjalda ekki niður, þrátt fyrir skuldfærslu á innflytjanda eða viðtakanda vörunnar.

Skuldfærsla aðflutningsgjalda

Póstflytjandi getur komið fram gagnvart tollstjóra fyrir hönd viðskiptamanna sinna við SMT-/VEF-tollafgreiðslu póstsendinga.

Getur hann, að fenginni skriflegri heimild viðtakenda, óskað þess að aðflutningsgjöld af póstsendingum verði skuldfærð á þá í samræmi við heimildir sem þeir hafa til greiðslufrests á aðflutningsgjöldum.

Ábyrgð á upplýsingum

Varðveisla póstflytjanda á gögnum sem varða tollafgreiðslu póstsendinga


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum