Undanþágur frá greiðslu aðflutningsgjalda

.

Undanþágur

Sumar vörur eru undanþegnar virðisaukaskatti við innflutning þó greiða þurfi af þeim önnur gjöld.

Innflytjandi getur átt rétt á lækkun eða niðurfellingu vörugjalds af ökutækjum í ákveðnum tilvikum að uppfylltum tilteknum skilyrðum við innflutning ökutækis til landsins.

Nánari upplýsingar um lækkun eða niðurfellingu á vörugjaldi af ökutækjum

Umsókn

Senda ber umsókn um undanþágu / endurgreiðslu / niðurfellingu aðflutningsgjalda til Tollstjóra.

Umsókn um niðurfellingu aðflutningsgjalda skal borin fram í aðflutningsskýrslu, eyðublaði E1, með því að rita viðeigandi undanþágutilvísun í reit 14 í skýrslunni.

Umsókn um endurgreiðslu aðflutningsgjalda skal borin fram á þar til gerðu umsóknareyðublaði um endurgreiðslu aðflutningsgjalda, E20.

Umsókn um lækkun eða niðurfellingu vörugjalds skal beint til Tollstjóra og annast hann jafnframt framkvæmd lækkunar eða niðurfellingar, þ.m.t. tilkynningar til skráningaraðila.

Með því að setja yfirlýsingu um undanþágu á aðflutningsskýrslu er innflytjandi að lýsa því yfir að hann sæki um undanþágu aðflutningsgjalda af tiltekinni vöru í vörusendingu samkvæmt þeim heimildum sem undanþágutilvísun nær til.

Jafnframt felur slík umsókn í sér yfirlýsingu um að innflytjandi skuldbindi sig til að hlíta öllum þeim fyrirmælum, skilyrðum og takmörkunum sem er að finna í nefndum heimildum fyrir undanþágu gjaldanna og ráðstöfun vörunnar.

Kæruleiðir

.

Ítarefni

Lög og reglur

Eyðublöð

Nánari upplýsingar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum