Almennt um rafræna tollafgreiðslu

.

Almennt

Samkvæmt gildandi tollalögum númer 88/2005, með síðari breytingum skulu fyrirtæki, sem stunda inn- og útflutning, skila aðflutnings- og útflutningsskýrslum rafrænt til Skattsins.

  • Fyrirtæki sem fá heimild til rafrænnar VEF-tollafgreiðslu, geta hafið rafræna tollafgreiðslu um leið og bréf með samþykktu leyfi berst þeim. Starfsmenn sem framkvæma VEF-tollafgreiðslu í umboði fyrirtækis þurfa að nota rafræn skilríki til auðkenningar.

  • Fyrirtæki sem fá heimild til rafrænnar SMT-tollafgreiðslu, geta hafið rafræna tollafgreiðslu að afloknum prófunum á SMT-skeytasendingum sem fram fara á milli fyrirtækisins og umsjónarmanna tölvukerfis tollafgreiðslu hjá Skattinum.

  • Innflytjendum sem flytja inn 12 sendingar eða færri á ári er þó heimilt að afhenda Skattinum aðflutningsskýrslur á pappír. Jafnframt er innflytjendum heimilt að skila einfölduðum aðflutningsskýrslum á pappír, samanber 25. grein reglugerðar númer 1100/2006.

.
Í fyrirhugaðri endurákvörðun er greint frá meginástæðum þess að Skatturinn telur aðflutningsgjöld ekki hafa verið rétt ákvörðuð. Innflytjanda er jafnframt gefinn kostur á að koma að andmælum og leggja fram gögn sem hann telur að skipti máli við ákvörðun um réttmæti álagningar. Meginreglan er sú að hafi innflytjandi eða sá sem ráðstafaði vöru til tollmeðferðar látið Skattinum í té fullnægjandi upplýsingar við tollafgreiðslu og, eftir atvikum, gögn sem byggja mátti rétta álagningu aðflutningsgjalda á þarf Skatturinn að hafa lokið endurákvörðun aðflutningsgjalda innan 60 daga, talið frá því að hann heimilaði afhendingu vöru.