VEF-tollafgreiðsla

.

Almennt


Með VEF-tollafgreiðslu geta fyrirtæki og einstaklingar sem stunda innflutning í atvinnuskyni framkvæmt rafræna tollafgreiðslu á vefnum. Með kerfinu má senda inn tollskýrslur og nálgast yfirlit yfir þær og tollafgreiðslu þeirra, en jafnframt er hægt að sækja þangað ýmsar upplýsingar eins og t.d. kvittun fyrir skuldfærslu aðflutningsgjalda.

VEF-tollafgreiðsla er ekki tengd viðskiptahugbúnaði skýrslugjafa eins og SMT-tollafgreiðsla. Sömu kröfur eru gerðar til SMT- og VEF-leyfishafa um vörslu og aðgengi tollyfirvalda að tollskjölum í vörslu skýrslugjafa.

veftollafgreidsla.tollur.is

Prókúruhafi fyrirtækis veitir starfsfólki sínu aðgang með umboði á island.is. Einnig getur prókúruhafi gefið starfsmanni umboð til aðgangsstýringar fyrir hönd fyrirtækisins.

Sjá leiðbeiningar um auðkenningu og umboð

Ábendingar og tillögur um Vef-tollafgreiðslu eru vel þegnar og má senda á netfangið: ut@skatturinn.is

.

Ítarefni

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum