Ferðamenn

Þeir sem koma til landsins frá útlöndum skulu ótilkvaddir gera Tollstjóra grein fyrir tollskyldum vörum sem þeir hafa meðferðis svo og þeim hlutum sem eru háðir sérstökum innflutningstakmörkunum eða innflutningsbanni.

Þar sem rauð og græn hlið eru notuð við tollafgreiðslu komufarþega skulu þeir sem eru með tollskyldar vörur eða vörur sem eru háðar sérstökum innflutningstakmörkunum eða innflutningsbanni fara um rautt hlið og framvísa þar varningnum til tollskoðunar. Þeim sem ekki eru með neinn slíkan varning er heimilt að fara um grænt hlið. Farþegar sem velja grænt hlið teljast með því gefa til kynna að þeir hafi engan varning meðferðis sem þeim ber að gera grein fyrir.

Verslun / Tollfríðindi

Við komu til landsins mega ferðamenn, sem búsettir eru á Íslandi, hafa með sér tollfrjálst þann farangur, til dæmis fatnað og annan ferðabúnað, sem þeir fóru með til útlanda.

Ferðamenn mega ennfremur hafa meðferðis tollfrjálst:

  • Tollfrjálsar verslunarvörur að verðmæti samtals allt að 88.000 kr, hvort sem um er að ræða einstakan hlut eða fleiri hluti, miðað við smásöluverð á innkaupsstað. 
  • Börn sem eru yngri en 12 ára mega hafa tollfrjálst verslunarvörur fyrir 44.000 kr.
  • Tollfrelsi matvara, þar með talið sælgæti og fæðubótarefni, er takmarkað við 25.000 kr. hámarksverðmæti og 3 kg (Kílógrömm) að þyngd.

Gerðar hafa verið breytingar á lögum um gjald á áfengi og tóbak, nr. 96/1995.

Breytingarnar fela í sér að:

  • Ferðamenn og aðrir sem njóta tollfríðinda við komu til landsins hafa meiri sveigjanleika við val á kaupum á tollfrjálsu áfengi.
  • Í stað fyrirframskilgreindra skammta fá ferðamenn nú 6 einingar af áfengi sem þeir geta ráðstafað eins og þeir vilja.
  • Hver eining getur verið 0,25 l af sterku, 0,75 l af léttu áfengi, 3 l af bjór eða 3 lítrar af gosvíni undir 6%.

Dæmi um mögulegar útfærslur:

  • 1 lítra af sterku áfengi og 0,75 lítra af léttvíni og 3 lítra af bjór eða
  • 3 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór eða
  • 1 lítra af sterku áfengi og 6 lítra af bjór eða
  • 1,5 lítra af léttvíni og 12 lítra af bjór eða
  • 18 lítra af bjór

Sjá einnig töflu með fleiri mögulegum útfærslum þegar áfengi er keypt og tollfríðindi nýtt.

Tóbak:

  • 200 vindlinga (1 lengju) eða 250 grömm af öðru tóbaki

Athugið að lágmarksaldur til að flytja inn áfengi er 20 ár og 18 ár til að flytja inn tóbak.

Við heimkomu geta ferðamenn þurft að sýna fram á að varningur sem þeir hafa meðferðis uppfylli skilyrði fyrir tollfrelsi.

  • Það er því ráðlegt að halda til haga reikningum vegna hluta sem keyptir eru í ferðinni.
  • Ef verðmætir hlutir eru teknir með í ferðina getur þurft að sýna framá að þeir hafi verið fengnir hér á landi, til dæmis með því að sýna reikning eða ábyrgðarskírteini.

Ferðamenn geta ekki framselt rétt sinn til tollfríðinda; tveir eða fleiri ferðamenn geta ekki lagt saman heimildir sínar til tollfrjáls innflutnings, til dæmis til að flytja tollfrjálst inn hlut sem er meira en 88.000 kr. að verðmæti.

Nánar um tollfríðindi ferðamanna

Hvað má ekki flytja til Íslands?

Reglur um tollfríðindi ferðamanna veita hvorki undanþágu frá sérstökum innflutningsskilyrðum né innflutningsbanni sem ýmsar vörutegundir eru háðar samkvæmt lögum, reglugerðum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.
   
Nánar um innflutningstakmarkanir og bönn

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Reglugerð nr. 630/2008 um ýmis tollfríðindi


Nánari upplýsingar

Tollfríðindi áhafna skipa og flugvéla

Nánar um innflutningstakmarkanir og bönn

Nánar um tollfríðindi ferðamanna


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum