Geymslur

.

Geymslur

 

Tollstjóri veitir leyfi til reksturs geymslusvæða fyrir ótollafgreiddar vörur. Heimilt er að geyma ótollafgreiddar vörur á eftirtöldum geymslusvæðum: tollvörugeymslum, afgreiðslugeymslum farmflytjenda og viðurkenndra tollmiðlara, tollfrjálsum verslunum og birgðageymslum þeirra, frísvæðum, umflutningsgeymslum og tollfrjálsum forðageymslum.

Óheimilt er að geyma ótollafgreiddar vörur utan fyrrnefndra geymslusvæða án heimildar tollstjóra. Einkaneysla, afnot eða sýning á vörum sem fluttar hafa verið á geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur er óheimil. Þeir sem hafa ótollafgreiddar vörur í sinni vörslu til flutnings eða geymslu er óheimilt að láta þær af hendi án leyfis tollstjóra. Tollstjóri getur hvenær sem er gert vörutalningu á geymslusvæðum. Farmflytjendur og leyfishafar geymslusvæða bera ábyrgð á að geymsla og flutningur ótollafgreiddrar vöru sé í samræmi við tollalög númer 88/2005.

Tegundir geymslusvæða og skilyrði sem leyfishafar þurfa að uppfylla.

Afgreiðslugeymslur:

Tollvörugeymslur

Tollfrjálsar forðageymslur

Tollfrjálsar verslanir

Frísvæði

Umflutningsgeymslur

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum