Útflutningsskýrsla

Eyðublaðið er tvenns konar samstæða (sett, samskjal), annars vegar með 8 eintökum og hins vegar með 4 eintökum, m.a. fyrir tölvuvinnslu.

Hvert 8 eintaka eyðublað er þannig útbúið að í þeim reitum sem sams konar upplýsingar á að veita í viðkomandi löndum getur sendandi, útflytjandi eða ábyrgðaraðili fært beint á 1. eintakið slíkar upplýsingar sem um leið koma fram á öllum hinum eintökunum sem eru sjálfafritandi. Í þeim tilvikum sem upplýsingar eiga ekki að ganga frá einu landi til annars takmarkast sjálfafritunin við eintök útflutningslandsins.

Í þeim tilvikum sem sami reiturinn skal notast en með öðrum upplýsingum í ákvörðunarlandi en útflutningslandi er nauðsynlegt að nota kalkipappír til að afrita slíkar upplýsingar á 6.-8. eintakið. Íslenska samskjalið skal auðkennt með heiti Íslands efst í vinstra horni eyðublaðsins jafnframt því sem skjalið má bera númerið E-2.1 (8 eintök) og framhaldsblað þess númerið E-2.2. en skipta skjalið númerið E-2.3 (4 eintök) og framhaldsblað þess númerið E-2.4.

Nota má eyðublaðið á tvennan hátt. Annars vegar óskipt (full notkun) en hins vegar skipt (skipt notkun). Sendandi ræður sjálfur hvora aðferðina eða samstæðuna hann notar.

Með fullri notkun er átt við að sendandinn fylli eyðublaðið út sem útflutningsskýrslu í sendingarlandinu, sem síðan má nota sem umflutningsskýrslu og aðflutningsskýrslu í ákvörðunarlandinu.

Með skiptri notkun er átt við að eyðublaðið sé útfyllt fyrir einhverja af áðurnefndum afgreiðslum.

Notkun eyðublaðanna við fulla notkun

Notkun eyðublaðanna við skipta notkun

Notkun framhaldseyðublaða

Notkun SMT-útflutningsskýrslu í stað samskjals

Útfylling reita við útflutning

Athugasemdir

  • Reitir 1-30 ásamt 48-54 eru fyrir upplýsingar um heildarsendinguna, en reitir 31-47 eru fyrir hvert tollskrárnúmer.
  • Reiti sem ekki eru nefndir þarf ekki að fylla út.
  • Reitir sem merktir eru með bókstaf eru ætlaðir tollyfirvöldum.
  • Á einu og sama samskjali, útflutningsskýrslu, má tollafgreiða vörur sem flokkast í sama tollskrárnúmer (vörunúmer), sem sendar eru með sama fari í einu og sama sendingarnúmeri og hljóta eiga sams konar tollmeðferð, sbr. miðhluta reits 1 í samskjalinu. Ef um er að ræða vörusendingu, sem í eru vörur sem flytja á endanlega úr landi og jafnframt vörur sem fara eiga í viðgerð og koma til baka verður að nota framhaldseyðublaðið (E-2.2 eða E-2.4) til að aðgreina þennan hluta sendingarinnar, skiptir þá ekki máli þótt vörurnar eða sendingin flokkist í sama tollskrárnúmer.
  • Þegar um er að ræða útflutning skráðan verðlausan til tolls, t.d. sýnishorn, gjafir, farangur ferðamanna eða búslóð, er ekki nauðsynlegt að fylla út aðra reiti en 1-29, 31, 37 og 54 í samskjalinu.
  • Þegar um útflutning í atvinnuskyni er að ræða er skylt að fylla samskjalið út í samræmi við leiðbeiningar hér á eftir.

Eftirfarandi reglur gilda um útfyllingu einstakra reita í samskjalinu vegna útflutnings hvort sem um er að ræða samskjal á pappír eða SMT-útflutningsskýrslu.

Skýringum við reiti er skipt í tvo hluta. Annars vegar er skýrt út á hvaða formi upplýsingar í reitnum eiga að vera (gerð svæðis) og hins vegar gerð grein fyrir hvaða upplýsingar eiga að vera í reitnum.

Skilgreining á gerð svæðis í reit

Útfylling einstakra reita - Tollskrárlyklar

REITUR 1 SKÝRSLA

REITUR 2 SENDANDI/ÚTFLYTJANDI

REITUR 3 EYÐUBLÖÐ

REITUR 5 VÖRULIÐIR

REITUR 6 STYKKJATALA

REITUR 7 TILVÍSUNARNÚMER

REITUR 8 VIÐTAKANDI

REITUR 11 VIÐSKIPTALAND/FRAMLEIÐSLULAND

REITUR 14 SKÝRSLUGJAFI/UMBOÐSAÐILI

REITUR 17a ÁKVÖRÐUNARLAND

REITUR 19 GÁMUR

REITUR 20 AFHENDINGARSKILMÁLAR

REITUR 21 AUÐKENNI OG ÞJÓÐERNI VIRKS FLUTNINGSFARS VIÐ

REITUR 22 MYNT OG HEILDARFJÁRHÆÐ REIKNINGS

REITUR 24 TEGUND VIÐSKIPTA

REITUR 25 FLUTNINGSMÁTI YFIR LANDAMÆRI

REITUR 28 FJÁRMÁLA- OG BANKAUPPLÝSINGAR

REITUR 29 ÚTFLUTNINGSTOLLSTÖÐ

REITUR 31 STYKKI OG VÖRULÝSING - MERKI OG NÚMER - GÁMANÚMER - TALA OG TEGUND

REITUR 32 VÖRULIÐUR NR.

REITUR 33 VÖRUNÚMER

REITUR 34a LYKILL UPPRUNALANDS

REITUR 35 ÞYNGD BRÚTTÓ (KG)

REITUR 37 TOLLMEÐFERÐ

REITUR 38 ÞYNGD NETTÓ (KG)

REITUR 44 VIÐBÓTARUPPLÝSINGAR/FRAMLÖGÐ SKJÖL/VOTTORÐ OG LEYFI

REITUR 46 HAGSKÝRSLUVERÐ

REITUR 54 STAÐUR OG DAGSETNING, UNDIRSKRIFT OG NAFN SKÝRSLUGJAFA/UMBOÐSAÐILA

Notkun SMT-útflutningsskýrslu í stað tollskýrslu á eyðublaði fyrir samskjal (E-2)

Pappírslaus tollskýrsla, hér á eftir nefnd SMT-útflutningsskýrsla, inniheldur sömu reiti til útfyllingar og skrifleg útflutningsskýrsla, sbr. samskjal (eyðublað E-2), en með eftirtöldum frávikum:

  1. Í stað undirskriftar prókúruhafa í reit 54 á útflutningsskýrslu á eyðublaði E-2 fyrir samskjal, hefur leyfishafi SMT-tollafgreiðslu skýrt frá því í umsókn um SMT-tollafgreiðslu, sem samþykkt hefur verið af Tollstjóra, hverjir hafi leyfi til að skuldbinda hann með sendingu SMT-útflutningsskýrslu til Tollstjóra og pósthúsa. Viðkomandi starfsmenn leyfishafa hafa staðfest ábyrgð sína með undirskrift á umsóknina. Leyfishafi skal tilkynna Tollstjóra ef breyting verður á nafnalista vegna nýrra starfsmanna eða starfsmanna sem hætta störfum. Viðkomandi starfsmenn eru skráðir á kennitölu leyfishafa í undirskriftaskrá útflytjendaskrár Tollakerfis, tölvukerfi tollafgreiðslu hjá tollinum og Tollalínu, sem er aðgangur útflytjanda að Tollakerfi.
    • Reitur 3: Eyðublöð
    • Reitur 5: Vöruliðir
    • Reitur 29: Útflutningstollstöð
    • Reitur 32: Vöruliður nr.
  2. Í útflutningsskýrslu á samskjali, eyðublaði (E-2), eru fjórir reitir sem skylt er að fylla út, en ekki eru fylltir út í SMT-útflutningsskýrslu. Reitir þessir eru:
  3. Í reit 7 skal skrá tilvísunarnúmer leyfishafa, ætlað póst- og tollyfirvöldum, sem leyfishafi gefur hverri útflutningsskýrslu og fylgiskjölum hennar. Tollskjöl, sem eiga við tiltekna SMT-útflutningsskýrslu, skulu öll fá þetta tilvísunarnúmer og vera geymd í bókhaldi leyfishafa. Númerið skal vera einkvæmt og auðkennt árinu. Að öðru leyti má leyfishafi ákveða útfærslu númersins. Leyfishafi ábyrgist að nota uppgefið tilvísunarnúmer í SMT-útflutningsskýrslu, svo tollyfirvöld geti án fyrirvara fundið tollskjöl yfir viðkomandi vörusendingu eða póstsendingu í tölvukerfi og bókhaldi hans vegna athugunar á tollskjölum sem þau kunna að gera hjá leyfishafa á meðan eða eftir að SMT-tollafgreiðsla hefur átt sér stað.

Með SMT-tollafgreiðslu sendir útflytjandi tollskýrslu til tollyfirvalda með öllum venjulegum upplýsingum, sem krafist er til þess að tollafgreiðsla getið farið fram, frá tölvukerfi sínu til tölvukerfis tollyfirvalda um gagnaflutningsnet, samkvæmt fyrirfram ákveðnum staðli. Ef sendar upplýsingar standast eftirlit tollyfirvalda samþykkja þau tollafgreiðslu og senda til útflytjanda heimild til útflutnings. Jafnframt er farmflytjendum sem hafa slíka tölvutengingu send slík útflutningsheimild.

Þeir sem koma fram gagnvart tollyfirvöldum vegna SMT-tollafgreiðslu eiga að varðveita í bókhaldi sínu á aðgengilegan og tryggilegan hátt öll gögn sem snerta tollmeðferð vara og sendinga eins og nánar er kveðið á um í tollalögum.

Hægt er að sækja um heimild hjá Skattinum, sem gefur síðan út heimild til SMT tollafgreiðslu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Ítarefni

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum