Leiðréttingar og kæruleiðir

Ákvörðun ríkisskattstjóra á virðisaukaskatti er kæranleg til hans innan 30 daga frá því skatturinn var ákveðinn og gildir það hvort heldur sem ákvörðunin er gerð á grundvelli innsendrar virðisaukaskattsskýrslu eða áætlunar. Sama gildir varðandi ákvörðun ríkisskattstjóra um skráningu á virðisaukaskattsskrá, synjun skráningar eða afskráningu.

Ný virðisaukaskattsskýrsla sem send er fyrir lok kærufrests í stað eldri skýrslu eða eftir að áætlun hefur farið fram er tekin sem kæra í þessu sambandi.

Sætti aðili sig ekki við úrskurð ríkisskattstjóra um fjárhæð virðisaukaskatts, skráningu á virðisaukaskattsskrá, synjun skráningar,  afskráningu og endurgreiðslu til opinberra aðila er heimilt að skjóta málinu til yfirskattanefndar að uppfylltum tilteknum skilyrðum, eða til dómstóla. Aftur á móti eru ákvarðanir ríkisskattstjóra um aðrar endurgreiðslur  á virðisaukaskatti, s.s. til íbúðareigenda vegna vinnu við íbúðarhúsnæði, kæranlegar til yfirskattanefndar. Þó er heimilt að sækja um endurupptöku til ríkisskattstjóra á ákvörðun hans ef lögð eru fram ný gögn eða sjónarmið sem ekki lágu fyrir við ákvörðunina.

Hvar og hvernig leiðrétti ég fyrri skil?

Kæra til ríkisskattstjóra

Kæra til yfirskattanefndar

Kæra til fjármálaráðuneytis

Málinu skotið til dómstóla

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð