Leiðréttingarkvöð

Virðisaukaskattsskyldur aðili á rétt á innskatti vegna fjárfestinga í varanlegum rekstrarfjármunum, svo sem mannvirkjum, vélum, tækjum, áhöldum, innréttingum og öðrum lausafjármunum. Forsenda fyrir þeim innskatti er að eignirnar séu nauðsynlegar vegna sölu á vörum og virðisaukaskattsskyldri vinnu og þjónustu. Innskattur vegna varanlegra rekstrarfjármuna er bundinn þeirri kvöð að breyting á notkun eignanna sem hefur í för með sér að skattaðilinn á minni eða engan frádráttarrétt innskatts leiðir til þess að aðilinn á að leiðrétta/bakfæra fenginn innskatt eftir ákveðnum reglum. Við þá leiðréttingu er tekið mið af verðbreytingum frá því færsla innskatts átti sér stað til þess tíma er breyting varð á notkun eignarinnar. Þessi leiðrétting er óháð því hvort um skyldubundna eða valkvæða skráningu á virðisaukaskattsskrá er að ræða.

Skattaðilum ber að halda utan um fjárhæð og eftirstöðvar leiðréttingarkvaðar og færa þá fjárhæð í ársreikninga.

Mannvirki

Vélar, tæki o.fl.

VSK-bílar

Breyting á innskattsprósentu

Niðurfelling skyldu til leiðréttingar

Yfirtaka á leiðréttingarskyldu

Leiðréttingartími og hlutfall leiðréttingar

Leiðrétta skal innskatt vegna öflunar lausafjármuna verði breyting á forsendum frádráttar á næstu fimm árum talið frá og með því ári þegar eignanna var aflað. Leiðrétta skal innskatt vegna framkvæmda við mannvirki verði breyting á forsendum frádráttar á næstu tuttugu árum talið frá og með því ári þegar framkvæmd fór fram. Hafi húsnæði í útleigu verið skráð frjálsri skráningu en hlé orðið á útleigu og eign staðið ónotuð í sex mánuði eða lengur telst sá tími ekki með þegar leiðréttingartíminn er reiknaður út.

Breytist notkun eignar í sama mánuði og frádráttur innskatts fer fram nær leiðréttingarskylda til allrar fjárhæðarinnar sem dregin var frá sem innskattur. Breytist notkun síðar skal framreikna frádreginn innskatt samkvæmt byggingarvísitölu.

Leiðrétta ber framreiknaðan innskatt á eftirfarandi hátt:

  • Vegna lausafjármuna er leiðréttingarskyldan 80% á næsta ári eftir því ári þegar innskattsfrádráttur fór fram, 60% á þar næsta ári og lækkar síðan um 20% árlega.

    Verði forsendubreyting á fyrsta almanaksári, um 96,67% á næsta tveggja mánaða almenna uppgjörstímabili eftir að eignar var aflað, um 93,34% á þarnæsta almenna uppgjörstímabili og lækkar síðan um 3,33% fyrir hvert almennt tveggja mánaða uppgjörstímabil til loka almanaksársins.

  • Vegna mannvirkja er leiðréttingarskyldan 95% á næsta ári eftir því ári þegar innskattsfrádráttur fór fram, 90% á þar næsta ári og lækkar síðan um 5% árlega. Verði forsendubreyting á fyrsta almanaksári, um 99,17% á næsta tveggja mánaða almenna uppgjörstímabili eftir að eignar var aflað, um 98,34% á þarnæsta almenna uppgjörstímabili og lækkar síðan um 0,83% fyrir hvert almennt tveggja mánaða uppgjörstímabil til loka almanaksársins.

Leiðréttingarfjárhæðina skal færa sem neikvæðan innskatt á innskattsreikning á því tímabili þegar leiðrétting á sér stað. Standa skal skil á leiðréttingunni á því uppgjörstímabili sem breyting á forsendum frádráttar verður.

Dæmi um útreikning á leiðréttingu innskatts

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum