Skattskylda og skattprósentur

Skattskylda

Aðili sem í sjálfstæðri starfsemi sinni selur skattskyldar vörur eða þjónustu í atvinnuskyni hefur með höndum virðisaukaskattsskylda starfsemi.

Aðilar sem eru með óverulegan rekstur, þ.e. sölu á vörum eða þjónustu undir 2.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili frá því rekstur hefst (fjárhæðin var 1.000.000 kr. til 1. janúar 2017), eru þó undanþegnir skráningarskyldu á virðisaukaskattskrá en mega þá jafnframt ekki gefa út reikninga með virðisaukaskatti.  Þeir sem tilgreina á einhvern hátt á reikningum sínum að virðisaukaskattur sé innifalinn þrátt fyrir að vera undanþegnir skulu skila skattinum í ríkissjóð.

Sala vöru og þjónustu í atvinnuskyni

Skattskyldir aðilar

Vörur og verðmæti

Vinna og þjónusta

Undanþegin vinna og þjónusta

Skattverð

Skattskyld velta

Skattprósentur

Skattþrepin í virðisaukaskatti eru tvö.

  • 24% 
  • 11%

Í 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt er kveðið á um að velta geti verið undanþegin virðisaukaskatti og beri því í raun 0% virðisaukaskatt.  Virðisaukaskatturinn reiknast ofan á skattverð þ.e. er síðastur lagður á, eftir að búið er leggja á álagningu og reikna með öllum öðrum kostnaði.  Sá skattur sem lagður er ofan á skattverð kallast útskattur.

Afreikningur virðisaukaskatts af heildarverði er 19,35% þegar um er að ræða sölu í 24% þrepi og  9,91% þegar um er að ræða sölu í 11% þrepi.

Vara og þjónusta sem ber 24% virðisaukaskatt

Vara og þjónusta sem ber 11% virðisaukaskatt

Vara og þjónusta sem telst undanþegin velta (0%)

Munurinn á undanþeginni starfsemi og undanþeginni veltu

Dæmi um hvernig virðisaukaskattur reiknast á vöruverð

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað