Frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og staðgreiðslu tryggingagjalds

Frestun gjalddaga á árinu 2022

Þeir launagreiðendur sem reka sem meginstarfsemi gististað með áfengisveitingum eða áfengisveitingastaði, sbr. 3. og 4. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr.85/2007, og þurftu að sæta takmörkun á opnunartíma veitingastaða vegna sóttvarnaráðstafana, var heimilt að fresta allt að tveimur gjalddögum staðgreiðslu af launum og tryggingagjaldi sem eru á gjalddaga 1. janúar 2022 til og með 1. júní 2022. 

Fyrsta greiðsla er 1. september 2022 og svo mánaðarlega eftir það.

Umsókn um frestun gjalddaga á þjónustusíðu Skattsins

 

.

Skilyrði frestunar

Skilyrði fyrir frestun á greiðslum gjalddaga sem tilheyra árinu 2022 eru að rekstraraðili starfræki veitingastað sem hafi fengið rekstrarleyfi samkvæmt fyrrnefndum lögum fyrir 1. desember 2021, sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 1. ágúst 2021 og að álagðir skattar og gjöld byggist ekki á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum og skýrslum, þ.m.t. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum til Skattsins, sl. þrjú ár eða síðan hann hóf starfsemi. Bú aðila skal ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Jafnframt skal launagreiðandi ekki hafa verið tekinn til slita, nema ef slitin eru liður í samruna eða skiptingu rekstraraðilans og fyrirhugað er að halda rekstri veitingastaðar eða -staða sem umsókn varðar áfram í lögaðila sem við tekur.

Ef arði er úthlutað eða eigin hlutir keyptir á árinu 2022 eða úttekt eigenda innan ársins 2022 fer umfram reiknað endurgjald þeirra verður ekki fallist á 

Álag á staðgreiðslu

Leiði síðari skoðun Skattsins á umsóknum í ljós að skilyrði greiðslufrestunar hafi ekki verið til staðar skal launagreiðandi sæta álagi til viðbótar upphæð skilafjárins í samræmi við upphaflega gjalddaga og eindaga hvers greiðslutímabils sem greiðslu var frestað fyrir. Launagreiðandi og forsvarsmenn hans skulu ekki sæta öðrum viðurlögum.

.