Greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds

Lengri frestur á greiðslum gjalddaga frá árinu 2021

Launagreiðendum, sem fengu frest hjá Skattinum til skila á afdreginni staðgreiðslu og tryggingagjaldi af launum vegna ársins 2021 til 15. dags janúar 2022 (eindagi bar upp á 17. janúar) gátu sótt um að þeirri greiðslu yrði dreift á sex jafnháar mánaðarlegar greiðslur þar sem fyrsta greiðsla er 1. september 2022 og mánaðarlega eftir það.

Sækja þurfti um greiðsludreifingu á þjónustusíðu Skattsins í síðasta lagi þann 31. janúar 2022


.

Nánari um úrræðið

Með lögum nr. 36/2021, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds, úttekt séreignarsparnaðar) var lögaðilum og einstaklingum í atvinnurekstri, sem fengið hafa frest til að skila á afdreginni staðgreiðslu og tryggingagjaldi af launum vegna ársins 2020 til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021 veitt heimild til að sækja um greiðsludreifingu á þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur.  

Fyrsti gjalddagi greiðsludreifingar var 1. júlí 2022.

Hafi krafa í greiðsludreifingu ekki verið greidd á eindaga, sem er 14 dögum eftir gjalddaga, leggjast dráttarvextir á fjárhæðina sem er gjaldfallin, frá gjalddaga.

Verði vanskil á þremur frestuðum greiðslum fellur greiðsludreifingin niður og ógjaldfallnar kröfur í greiðsludreifingu falla í gjalddaga. Gjalddagi er fyrsti dagur næsta mánaðar eftir að greiðsludreifingin féll niður og eindagi er 14 dögum síðar. Sé krafan ekki greidd á eindaga leggjast á dráttarvextir frá gjalddaga.

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum